fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Fór í göngutúr með einhverfum syni sínum – Þá kom lögreglan á vettvang og allt varð brjálað

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði ríkir í bænum Watonga í Oklahoma vegna afskipta tveggja lögregluþjóna af feðgum sem unnu sér það eitt til saka að fara í göngutúr saman.

Atvikið átt sér stað þann 4. júlí síðastliðinn en lögreglumenn höfðu afskipti af feðgunum þar sem þeir gengu um götur bæjarins rétt fyrir klukkan sex að morgni.

ABC fékk afrit úr búkmyndavél lögreglumanna og á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja að honum finnist grunsamlegt að fullorðinn maður sé á gangi úti með barni svona snemma dags. „Er grunsamlegt að fara í göngutúr,“ spurði faðirinn, John Saxton, í kjölfarið.

Lögregluþjónninn svaraði að bragði að það væri tæknilega ekkert grunsamlegt, en það vekti grunsemdir hversu snemma þeir væru úti. „Það er það sem við gerum flesta daga,“ svaraði Saxton.

Lögregluþjónninn bað hann svo að sýna sér persónuskilríki en Saxton sagðist ekki vera með þau á sér. Ekki leið á löngu þar til allt fór úr böndunum og Saxton var skellt nokkuð harkalega í götuna og handjárnaður.

Sex ára sonur Saxton sem er greindur með einhverfu heyrist á upptökunni gráta á meðan hann fylgist með aðförum lögreglu.

Saxton var færður á lögreglustöð en sleppt þegar lögregla gat staðfest að hann væri í raun og veru faðir drengsins og hefði ekki gert neitt rangt. Hann segir að atvikið hafi skilið eftir sig stórt ör á sálartetri sonar hans.

„Hann hefur verið í löggubúningi á síðustu tveimur hrekkjavökuhátíðum og hann hefur talað um að hann vilji vera lögregluþjónn þegar hann verður stór. En núna er hann logandi hræddur við lögregluna,“ segir hann.

Sjálfstæð eftirlitsnefnd með störfum lögreglu er með málið til rannsóknar og verður meðal annars skoðað hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku við handtöku föðurins. Lögregluþjónarnir tveir sem stöðvuðu för þeirra feðga eru enn við störf og hafa ekki verið sendir í leyfi á meðan rannsókn fer fram.

Í frétt New York Post kemur fram að kvörtunum frá almenningi hafi rignt yfir lögregluembættið í Watonga eftir að myndefnið úr búkmyndavélinni kom fyrir sjónir almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“