Þetta sagði maðurinn fyrir dómi á mánudaginn en mál hans er nú til meðferðar hjá undirrétti í Kaupmannahöfn. Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun og blygðunarsemisbrot gagnvart þremur konum. Hann neitar sök.
Ekstra Bladet segir að maðurinn hafi heyrt framburð tveggja kvenna fyrir rétti á mánudaginn og einnig hafi upptaka úr leigubíl hans verið sýnd.
Hann er ákærður fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu, sem var farþegi í leigubíl hans, með því að hafa ítrekað kysst hana á munninn, sleikt fingur hennar og reynt að káfa á kynfærum hennar. Einnig reyndi hann að fá hana til að strjúka klof sitt og um að horfa á liminn, snerta hann og gefa honum einkunn.
Á einni upptökunni sjást tvær konur setjast inn í leigubílinn. Önnur þeirra heilsaði bílstjóranum með því að segja „hæ sæti“. Hann spilaði tónlist hátt og hún dansaði við hana. Á leiðinni blés bílstjórinn sígarettureyk í munn hennar og þau skiptust á einhverskonar kossi.
Bílstjórinn sagðist hafa talið að þetta væri gagnkvæmt en konan sagði fyrir rétti að hún hefði ekki viljað kyssa hann og að hún hafi ítrekað þurft að fjarlægja hönd hans af læri sínu og koma í veg fyrir að hann setti hönd hennar á liminn.
Þegar á áfangastað var komið og konan var að greiða fyrir ferðina, bað leigubílstjórinn hana um að skoða lim sinn og leggja mat á stærðina. Hann reyndi einnig að fá hana til að snerta hann svo hún gæti séð hann í reisn.
Þegar saksóknari spurði hann af hverju hann hefði gert þetta svaraði maðurinn: „Ég reyni að fá staðfestingu frá öðrum konum um nokkur atriði. Konan mín hefur alltaf sagt að ég sé með lítið typpi þegar við rífumst. Ég vildi fá staðfest hjá öðrum að svo sé ekki.“