fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Þýskur leigubílstjóri dæmdur fyrir tvöfalt morð á Asóreyjum en málið samt talið vera óleyst ráðgáta

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 19:00

Frá eyjunni Pico. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars síðastliðnum var Tom J., 61 árs gamall, fyrrverandi leigubílstjóri frá Þýskalandi, sakfelldur fyrir morð á tveimur mönnum á paradísareyjunni Pico, sem er ein af Asóreyjum úti fyrir Portúgal. Kærasta mannsins, hin 55 ára gamla Ruth, var dæmd í þriggja ára og 10 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild sína í glæpnum en hún segir þau bæði vera saklaus og hefur dómunum verið áfrýjað.

Þýski fjölmiðillinn Bild segir málið vera ráðgátu og varpar fram efasemdum um dóminn yfir parinu og rannsókn lögreglu. Ýmislegt bendir þó til sektar þeirra og það þó að lík mannanna sem þau eiga að hafa myrt hafi ekki fundist.

Parið flutti til eyjarinnar frá Þýskalandi árið 2019. Þau keyptu landskika og hófu búskap. Þau höfðu orð á sér fyrir að vilja hafa engan nálægt sér og vera út af fyrir sig. Snemma haustið 2023 hurfu tveir miðaldra fjölskyldumenn sem voru innfæddir á eyjunni. Þeir voru þá í þann veginn að festa kaupa jörð við hliðina á jörð þýska parsins. Tom er sagður hafa verið æfur yfir þeim áformum enda hafði hann treyst á að hann og Ruth gætu lifað óáreitt og laus við nágranna. Hann var sagður ekki vilja hafa neinn annan nálægt sér.

Staðarlögreglan fór fljótt að vinna út frá þeirri tilgátu að Tom hefði myrt mennina af ofangreindum ástæðum.

Sönnunargögnin og efasemdirnar

Þó að engin lík hafi fundist hafa svo sannarlega fundist sönnunargögn. Á útbrunnu eldstæði á lóðinni hjá þýska parinu fundust byssukúlur sem lögreglan telur að hafi verið notaðar til að granda mönnunum. Einnig fundust blóðleifar úr báðum mönnum nálægt eldstæðinu. Ennfremur fannst hálfbrunninn hjartagangráður sem var í eigu annars mannanna.

Síðast en ekki síst var teflt fram undirritaðri játningu frá Tom hjá lögreglu þar sem hann viðurkennir að hafa skotið mennina til bana og brennt líkin á lóðinni sinni. Tom hefur dregi játninguna til baka.

Réttarmeinafræðingur sem Bild vitnar til segir hins vegar að gangráðurinn hefði átt að vera miklu meira brunninn en raun bar vitni. Ennfremur sé útilokað að kynda upp það mikinn hita í bálinu að bein mannanna brynnu upp til ösku.

Kærastan Ruth hefur enn ekki hafið afplánun og býr á jörð parsins. Hún segir í viðtali við Bild að játningin hjá lögreglu sé fölsk. Tom kunni varla stakt orð í portúgölsku og hann hafi einfaldlega þulið upp orðin sem lögreglumennirnir lásu upp fyrir hann og síðan undirritað skjalið. Hann hafi verið sárkvalinn af magabólgum og ekki með sjálfum sér vegna heilsuleysis.

Bild spyr Ruth hver hafi getað varpað sökinni á þau tvö og í hvaða tilgangi. Hún segist ekki vita það og hún hafi brotið stöðugt heilann um það. Tom hafi ekki myrt mennina og hvorugt þeirra viti hvað varð um þá.

Ruth heldur áfram baráttu sinni fyrir því að sanna sakleysi hennar og Toms í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“