The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé stærsta rannsóknin af þessu tagi sem National Trust hefur gert. Sjónunum var beint að svæði nærri rómversku borginni Wroxeter, sem er rétt sunnan við bæ sem heitir Shrewsbury.
Það sem einkennir rómversku húsin er lögun þeirra sem er mjög sérstök. Átta bændabýli frá járnöld fundust og einnig fundust ummerki um rómverskan kirkjugarð, rómverskt vegakerfi og fleira.
National Trust á landið sem um ræðir og segir sjóðurinn að ráðist hafi verið í þetta verkefni í tengslum við skipulagninu náttúruverndar og gróðursetningar á því en sjóðurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar loftslagsmál.
Wroxeter var fjórða mikilvægasta borgin á Bretlandi þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Fornleifafræðingar reikna með að húsin, sem fundust nú, séu mjög merkileg út frá fornleifafræðilegum sjónarhóli.