fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Snarræði þjónustustúlkunnar batt enda á martröðina – „Líkamstjáning hennar öskraði á hjálp“

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 21:00

Shasta Groene.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega eru 70 til 180 manns myrtir af raðmorðingjum í Bandaríkjunum. Oft er það tilviljun sem verður til þess að upp um morðingjana kemst. Til dæmis tengdi enginn nauðgun og og morð á tveimur systrum, 9 og 11 ára, í Seattle 1996 við brottnám og morð á 10 ára pilti í Los Angeles ári síðar. Það var ekki fyrr en 2005 sem málin voru tengd saman og þá vegna þriðja málsins.

Það hófst 16. maí þegar Brenda Groene, 40 ára, Mark, 37 ára, sambýlismaður hennar og Slade Groene, 13 ára, fundust myrt. Þau höfðu öll verið bundin kyrfilega áður. Þetta gerðist í smábænum Coeur d‘Alene í Idaho. „Þetta er versti vettvangurinn sem ég hef séð á 35 ára ferli mínum í lögreglunni,“ sagði Brad Maskell, rannsóknarlögreglumaður um aðkomuna.

Fjölskyldan hafði verið myrt með hamri og höfðu höggin verið miklu fleiri en þörf var á til að drepa hvert og eitt.

„Ég fann líklyktina löngu áður en ég kom inn í húsið. Mæðginin lágu hlið við hlið í eldhúsinu en Mark var í stofunni. Það var blóð úr Slade í öllum rýmum hússins,“ sagði Maskell.

Húsið þar sem fjölskyldan var myrt. Mynd:Getty

Ljóst var að morðinginn hafði byrjað á að binda fórnarlömbin. Síðan hafði hann farið með Slade út í bakgarðinn þar sem hann lamdi hann margoft í höfuðið. Því næst fór hann inn og réðist á foreldrana. En þrátt fyrir hrottalegt ofbeldi var Slade á lífi þegar morðinginn yfirgaf húsið og tókst að komast inn þar sem hann fannst látinn við hlið móður sinnar.

En það vantaði tvö börn því á heimilinu bjuggu einnig Shasta, 8 ára, og Dylan, 9 ára. í fyrstu var lögreglumönnum létt því þeir töldu að börnin hefðu verið í heimsókn hjá vinum sínum. En fljótlega kom í ljós að þau höfðu verið heima.

Leitin

Mikil leit hófst að börnunum. Fljótlega kom í ljós að Brenda hafði staðið í forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn en hann var faðir barnanna þriggja. Spjótin beindust því að honum en fljótlega varð ljóst að hann var með fjarvistarsönnun. Þá voru undirheimarnir í bænum skoðaðir en bæði Brenda og Mark tengdust fíkniefnaheiminum. En rannsóknin leiddi ekkert í ljós sem bendlaði fólk í undirheimunum í bænum við morðin.

Leitin að systkinunum stóð yfir vikum saman og þjóðin fylgdist með. Síðar kom í ljós að farið hafði verið með þau á yfirgefið tjaldsvæði í Lolo National Forest í Montana, um 160 kílómetra frá heimili þeirra.

Auglýst var eftir Shasta og Dylan. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Shasta gat síðar sagt lögreglunni að þar hefðu þau dvalið með Joseph E. Duncan, 42 ára, en það var hann sem myrti fjölskyldu þeirra og nam þau á brott. Þar dvöldu þau með honum vikum saman. Á þeim tíma nauðgaði hann þeim ítrekað og varð Dylan sérstaklega fyrir barðinu á honum. „Hann barði hann sundur og saman og nauðgaði honum ítrekað. Hann sýndi okkur líka hamarinn sem hann drap fjölskyldu okkar með og sagði okkur að við myndum deyja. Hann var hreinræktað illmenni,“ sagði Shasta síðar.

Í lok júní skaut Duncan Dylan til bana eftir að hafa nauðgað honum á hrottalegan hátt um langa hríð. Shasta sagði lögreglunni síðar að Dylan hefði grátbeðið hann um að drepa sig ekki. En allt kom fyrir ekki og Duncan skaut hann í höfuðið. „Ég drap hann til að binda endi á þjáningar hans,“ sagði hann síðan við Shasta.

Þjónustustúlkan

Þann 2. júlí, um sjö vikum eftir morðin og mannránin, dró til tíðinda. Þá var þjónustustúlkan Amber Deahn í vinnu á veitingastaðnum Denny‘s í Couer d‘Alene, heimabæ Groenefjölskyldunnar. Hún tók eftir ungri stúlku sem sat og borðaði með fullorðnum manni. Hún taldi sig þekkja Shasta en myndum af henni hafði verið dreift víða. Deahn áttaði sig strax á að ekki var allt með felldu. „Hún sat með hendurnar eins og hún væri að biðja bæn og líkamstjáning hennar öskraði á hjálp,“ sagði hún síðar.

Hún lét sem ekkert væri og tók við pöntun en um leið og hún var komin afsíðis hringdi hún í lögregluna sem handtók Duncan mótþróalaust. Shasta var komið til föður síns.

Shasta með föður sínu, Steve. Mynd:Getty

„Ég held að Shasta hafi tekist að vingast við Duncan og þess vegna hafi hann farið með hana í heimabæ hennar og látið hana tala sig á stoppa á Denny‘s. Þetta hljómar kannski undarlega en það var eins og hún hefði náð taki á honum. Duncan sagði við hana að hún hefði kennt honum að elska. Ég er samt sem áður sannfærður um að hann hefði drepið hana ef þau hefðu ekki stoppað í Coeur d‘Alene,“ sagði Maskell.

Skelfileg fortíð

Þegar Duncan myrti fjölskylduna var hann á flótta vegna annars máls. Hann hataði samfélagið og sagði það koma illa fram við kynferðisbrotamenn. Hann sagði lögreglunni að hann hafi vitað að hann myndi nást fyrr eða síðar og hafi því ákveðið að finna barnafjölskyldu sem hann gæti fengið útrás á. Hann ætlaði að drepa foreldrana og nauðga börnunum áður en hann myrti þau, þetta var að sögn draumur hans.

Hann átti langan sakaferil sem hófst þegar hann var 15 ára, árið 1978. Þá nauðgaði hann 9 ára dreng og ógnaði honum með skammbyssu. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi 1980 fyrir að hafa nauðgað 14 ára dreng. 1996 nauðgaði hann og myrti tvær systur, 9 og 11 ára gömlum í  Seattle og ári síðar myrti hann 10 ára dreng í Los Angeles eftir að hafa nauðgað honum.

Duncan var handtekinn þetta sama ár en lögreglan tengdi hann ekki við morðin. Honum var sleppt úr fangelsi 2000.

Joseph Duncan fyrir dómi. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðin í Coeur d‘Alene. Alríkisdómstóll dæmdi hann til dauða ári síðar fyrir það sem hann gerði Shasta og Dylan. Hann var tekinn af lífi 8. mars 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin