fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Skógar með harðgerðum plöntum leynast í risastórum holum í Kína

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plöntur, sem vaxa á botni stórra hola í Dashiwei Tiankeng Group í Kína hafa lagað sig að aðstæðunum á botninum og taka til dæmis ekki eins mikið kolefni í sig og plöntur á yfirborðinu gera. Einnig er mun meira næringarefni í vef þeirra.

Þetta veldur því að þær vaxa hraðar en plönturnar á yfirborðinu og nota um leið minna af byggingarefni lífsins.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science.

Dashiwei Tainakeng Group svæðið er einstakt því þar eru 20 risastórar holur, sem mynduðust við jarðsig, á um 20 ferkílómetra svæði. Þessar holur, sem eru kallaðar „tiankeng“ eru meðal síðustu náttúrulegra svæða þar sem fornir skógar þrífast. Ekki er útilokað að í þessum skógum séu lífverur sem hafa ekki fundist áður.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Chinese Journal of Plant Ecology, kemur fram að plöntur í holunum innihalda mikið af köfnunarefni, fosfór, kalsíum og magnesíum en það gerir þeim kleift að vaxa vel og nýta hið litla sólarljós, sem nær niður til þeirra, á sem bestan hátt.

Segja vísindamennirnir að plöntur geti lagað sig að mismunandi umhverfi með því að stilla næringarinnihald sitt af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“