fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Nú er kínversku ríkisstjórninni nóg boðið – Lætur til skara skríða gegn 230 milljónum landsmanna

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 16:30

Nú á að taka á offituvandanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðvörunarbjöllurnar hringja hátt í Kína og nú er svo komið að ríkisstjórninni er nóg boðið og ætlar að grípa til aðgerða.

Kínverjar eru að verða feitir, það er vandinn. Helmingur landsmanna er nú feitur eða í ofþyngd. Þetta er vandamál sem fer vaxandi og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfið.

Um miðjan júní lýsti ríkisstjórnin yfir stríði gegn offitu og um miðjan júlí var hafist handa í skólum landsins. Þá var ýmsum aðgerðum ýtt úr vör í skólunum til að reyna að koma í veg fyrir þessa þróun eins snemma á lífsleiðinni og hægt er.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar að undanförnu á stöðu mála í Kína hvað varðar líkamsástand þjóðarinnar. Ein af þessum rannsóknum leiddi í ljós að 10% barna undir 6 ára eru of feit.

Fyrsta markmið ríkisstjórnarinnar er að stöðva þessa þróun meðal barna og unglinga til að koma í veg fyrir að framtíðarspáin um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar verði of feitir 2030, rætist.

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem var kynnt í júní, kemur fram að staðan „sé ekki góð“ og að mikil þörf sé á að grípa inn í þróun mála nú þegar.

Vandinn lá ljós fyrir 2020 og þá var fyrstu landsáætluninni, sem miðaði að því að stöðva þessa óheillaþróun, hrundið úr vör. En eftir því sem segir í umfjöllun South China Morning Post, þá segja vísindamenn, sem hafa fylgst með þróun mála, að áætlunin hafi ekki skilað neinum sýnilegum árangri.

Þróunin hefur verið hröð því á aðeins 40 árum hefur tæplega helmingur landsmanna, sem telja 1,4 milljarða, orðið of feitur en fyrir 40 árum taldist það til tíðinda ef einhver var feitur í landinu. 1982 voru 95% landsmanna í kjörþyngd en 5% voru í ofþyngd.

Samkvæmt nýjustu tölum, sem eru frá 2019, eru 34,4% landsmanna í ofþyngd og 16,4% eru of feitir. Er þá miðað við kínverskar skilgreiningar á líkamsþyngdarstuðli.

Ástæður þessarar þróunar eru hinar sömu og á Vesturlöndum. Sífellt fleiri flytja í þéttbýlið og efnahagur fólks hefur batnað. Þetta hefur breytt daglegum venjum fólks, þar á meðal matarvenjum. Hættumerkin eru vel þekkt: Feitur matur, sykur, hitaeiningar, of lítil hreyfing, of mikil áfengisneysla og stress.

Fylgifiskarnir eru vel þekktir, krónískir sjúkdómar á borð við sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og ákveðnar tegundir krabbameins. Þetta veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon