fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Hreiðurgerð fugla varð ungum manni að bana

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 07:00

Hér gerðu fuglarnir hreiður. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. júlí síðastliðinn var lögreglan á Mallorca á Spáni kölluð að sumarhúsi í Playa de Palma. 11 ungir Hollendingar höfðu leigt húsið í gegnum Aribnb. En þennan dag fannst einn ungu Hollendinganna látinn í húsinu.

Það er ekki fyrr en nú sem fyrir liggur hvað varð manninum, sem var 21 árs, að bana að sögn staðardagblaðsins Dario de Mallorca.

Blaðið segir að lögreglan telji að kolmónoxíðeitrun hafi orðið manninum að bana.

Hollendingarnir ungu sváfu vítt og breitt um húsið. Hinn látni og annar sváfu í herberginu sem er næst vatnshitaranum.

Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang var í fyrstu talið að um gasleka væri að ræða. Viðbragðsaðilar reyndu að sjálfsögðu að bjarga lífi unga mannsins, en án árangurs.

Hinn aðilinn slapp betur en var lagður inn á sjúkrahús vegna uppkasta og höfuðverk.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að fugl hafði gert sér hreiður í gasröri og þannig stíflað það. Af þeim sökum lak kolmónoxíð inn í herbergið og varð unga manninum að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“