fbpx
Föstudagur 30.ágúst 2024
Pressan

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 08:30

Vinnum minna segir hann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Randolph, fyrrum forstjóri Netflix og einn stofnanda efnisveitunnar, tekur ekki undir hugmyndina um að það að vinna mikið og leggja mikið á sig í vinnunni sé ávísun á árangur. Hann gefur fólki allt annað ráð.

CNBC segir að í hlaðvarpsviðtali, sem var birt fyrr í mánuðinum, hafi Randolph sagt að það hafi ekki verið mikil vinna sem kom honum á toppinn og að það hafi ekki verið mikil vinna sem tryggði Netflix þá stöðu sem efnisveitan hefur í dag. Það sem kom honum á toppinn og Netflix í þá stöðu sem fyrirtækið er í núna er að hlutunum var forgangsraðað.

Hann sagði að í upphafi starfsferilsins hafi hann verið haldinn fullkomnunaráráttu og hafi alltaf tékkað allt tvisvar til að fullvissa sig um að hlutirnir væru fullkomnir áður en þeir komu fyrir augu viðskiptavina Netflix. En hann segir nú að það séu ekki smáatriðin sem skipta máli þegar upp er staðið.

„Þú missir ekki af viðskiptum klukkan 2 að nóttu af því að þú fórst ekki yfir leturgerðina. Þú missir af viðskiptunum af því að þú gerðir grundvallarmistök fyrir fjórum vikum,“ sagði hann.

Það er því ekki mikil vinna og það að leggja mikið á sig í vinnunni sem tryggir árangur. Það er hæfileikinn til að einbeita sér að því mikilvægasta sem skiptir máli sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjöldaslátrun á villtum afrískum dýrum framundan

Fjöldaslátrun á villtum afrískum dýrum framundan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi