fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Tölvuþrjótar réðust á Toyota – Upplýsingarnar liggja ókeypis á Internetinu

Pressan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótahópurinn ZeroSevenGroup réðst nýlega á Toyota sem hefur staðfest að miklu magni gagna um viðskiptavini fyrirtækisins hafi verið lekið á djúpnetið svokallaða og þar eru þær aðgengilegar fyrir alla.

Talsmaður Toyota sagði í samtali við BleepingComputer að fyrirtækið viti vel hver staðan sé en vandinn sé ekki umfangsmikill og að ekki hafi verið um stóra kerfisárás að ræða.

En þrjótarnir komust yfir allt frá persónulegum upplýsingum til upplýsinga um samninga og fjármál. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu um málið og sagði: „Við brutumst inn hjá bandaríska hluta eins stærsta bílaframleiðanda heims og það er með gleði sem við getum deilt þessum gögnum með ykkur ókeypis.“

Hópurinn segist einnig hafa komist yfir upplýsingar um mikilvæga uppbyggingu netkerfis Toyota en skilgreinir ekki nánar hvað felst í því.

Toyota hefur ekki sagt neitt um hvenær gögnunum var stolið en BleepingComputer segir að líklega megi rekja þjófnaðinn aftur til jóladags 2022 en þá er talið að BleepingComputer hafi fengið aðgang að netþjóni hjá Toyota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon