Talsmaður Toyota sagði í samtali við BleepingComputer að fyrirtækið viti vel hver staðan sé en vandinn sé ekki umfangsmikill og að ekki hafi verið um stóra kerfisárás að ræða.
En þrjótarnir komust yfir allt frá persónulegum upplýsingum til upplýsinga um samninga og fjármál. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu um málið og sagði: „Við brutumst inn hjá bandaríska hluta eins stærsta bílaframleiðanda heims og það er með gleði sem við getum deilt þessum gögnum með ykkur ókeypis.“
Hópurinn segist einnig hafa komist yfir upplýsingar um mikilvæga uppbyggingu netkerfis Toyota en skilgreinir ekki nánar hvað felst í því.
Toyota hefur ekki sagt neitt um hvenær gögnunum var stolið en BleepingComputer segir að líklega megi rekja þjófnaðinn aftur til jóladags 2022 en þá er talið að BleepingComputer hafi fengið aðgang að netþjóni hjá Toyota.