fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Pressan

Svona lengi má nota smokk í einu

Pressan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 03:23

Það má ekki bara halda áfram endalaust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvitað almenn vitneskja að öruggt kynlíf er frábært kynlíf og ef maður vill vörn gegn kynsjúkdómum og þungun, þá er smokkurinn tilvalinn. En ef þú, eða bólfélaginn, hafið mikið úthald í rúminu þá er rétt að hafa í huga að það má ekki nota sama smokkinn of lengi í sömu samförunum.

Ef samfarirnar sjálfar, það er að segja limur er inni í leggöngum eða endaþarmi, standa lengur en í 30 mínútur þarf að skipta um smokk. Metro skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Bhavini Shah, lækni. Hann sagði að núningur veiki smokkinn og auki líkurnar á að hann rifni. Ef samfarirnar vari skemur en 30 mínútur, þá sé allt í fínu lagi en ef þær taka lengri tíma sé betra að setja nýjan smokk á. En hann benti einnig á að það skipti auðvitað máli hversu kraftmiklar samfarirnar séu.

Eflaust dettur sumum í hug að þetta sé nú hægt að leysa með því að setja tvo smokka á í upphafi og þannig sé hægt að sleppa við að þurfa að gera hlé á samförunum. En það gengur ekki að sögn Shah. Hann sagði að það að nota tvo smokka í einu sé hættulegra en að nota einn því smokkarnir nuddist saman og núningurinn geti hugsanlega gert gat á þá. „Þetta á einnig við um að nota karl- og konusmokk samtímis,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís
Pressan
Fyrir 3 dögum

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum