fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
Pressan

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Pressan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 07:30

Shamus Doyle. Mynd:Lögreglan í Nottinghamskíri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma að morgni 19. febrúar braust Shamus Doyle, 34 ára, inn á heimili 75 ára manns í Newark á Englandi. Það er óhætt að segja að gamli maðurinn hafi látið Doyle finna hvar Davíð keypti ölið og væntanlega brýst Doyle ekki aftur inn hjá honum.

Sky News segir að gamli maðurinn hafi vaknað þegar Doyle var kominn inn í húsið og hafi óttast um öryggi sitt. Hann hafi hitt á Doyle á neðri hæðinn og lamið hann í höfuðið með flösku.

Doyle flúði þá af vettvangi en kom skömmu síðar aftur og ógnaði gamla manninum með múrsteini að því er kom fram fyrir dómi í Nottingham í síðustu viku.

Gamli maðurinn sagði honum þá að lögreglan væri á leiðinni og grýtti Doyle þá múrsteininum í gegnum stofugluggann og lagði síðan á flótta.

Lögreglan fann Doyle í nágrenninu og handtók hann.

Hann neitaði að hafa brotist inn og skýrði áverka sína með að hann hefði lent í átökum í nálægum almenningsgarði. En upptaka úr eftirlitsmyndavél og blóð á vettvangi sögðu aðra sögu.

Doyle breytti síðan framburði sínum og játaði innbrot, þjófnað, skemmdarverk og að hafa haft í hótunum við gamla manninn. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís
Pressan
Fyrir 3 dögum

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum