fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Pressan

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Pressan
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 11:30

Tyler gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Afríkuríkinu Kongó hafa farið fram á að þrír bandarískir ríkisborgarar verði dæmdir til dauða fyrir að leggja á ráðin um valdarán í landinu.

Réttarhöld eru hafin í málinu í höfuðborginni Kinsasa en alls er farið fram á dauðarefsingu yfir 50 einstaklingum. Innocent Radjabu, saksóknari hersins, fór fram á þetta í gærmorgun en réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðan í júnímánuði. Farið er fram á dauðarefsingu yfir öllum hina grunuðu að einum undanskildum sem sagður er glíma við „sálræn“ veikindi.

Umrædd valdaránstilraun fór fram í maí síðastliðnum og fór stjórnarandstæðingurinn Christian Malanga fyrir henni. Alls létust sex manns í átökum sem brutust út í kjölfarið en Malanga var skotinn til bana af liðsmönnum hersins. Sonur hans, Marcel, er í hópi hinna ákærðu en hann fæddist í Utah í Bandaríkjunum. Hinir bandarísku ríkisborgararnir heita Benjamin Reuben ZalmanPolun og Tyler Thompson.

Stjúpmóðir TylersMiranda Thompson, lýsti því í samtali við bandaríska fjölmiðla, eftir að valdaránstilraunin fór út um þúfur, að hún hefði ekki hugmynd um það hvernig hann gat flækst í málið. „Þetta er algjörlega úr karakter og við erum sannfærð um að hann hafi ekki farið til Afríku til að taka þátt í einhverjum pólitískum aktívisma.“

Tyler og Marcel þessi voru félagar og spiluðu meðal annars fótbolta saman í úthverfi Salt Lake City á þeirra yngri árum. Marcel er sagður hafa boðið Tyler og fleiri gömlum félögum í heimsókn til Kongó en Tyler var sá eini sem þáði boðið.

Allir Bandaríkjamennirnir sem eru fyrir dómi hafa neitað að hafa lagt á ráðin um valdarán. Segir Marcel, sonur uppreisnarleiðtogans Christians Malanga, að faðir hans hafi hótað að drepa þá ef þeir gerðu ekki það sem hann bað þá um. Varð það til þess að þeir fóru með í ferðina örlagaríku að forsetahöllinni þar sem þeir voru að lokum handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera dáinn til að sleppa við meðlagsgreiðslur

Þóttist vera dáinn til að sleppa við meðlagsgreiðslur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er hægt að nota kaffikorg í ýmislegt

Það er hægt að nota kaffikorg í ýmislegt