fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Eitraði fyrir eiginkonunni svo hann gæti stundað kynlíf með stjúpdótturinni og vinkonu hennar

Pressan
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 20:43

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður frá Indiana í Bandaríkjunum hefur játað að hafa sett kókaín og önnur eiturlyf í kókdós sem eiginkona hans var að drekka úr í þeim tilgangi að myrða hana. Mun markmiðið hafa verið það að geta stundað í friði kynlíf með dóttur hennar frá fyrra hjónabandi, auk vinkonu dótturinnar.

Maðurinn heitir Alfred W. Ruf og er 71 árs gamall. Hann játaði sök gegn því að ákærur fyrir morðtilraun yrðu felldar niður en var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Málið komst upp árið 2022 þegar eiginkonan, Lisa Bishop, tjáði lögreglu að hún hefði veikst það oft að hún hefði þurft að leggjast margsinnis inn á sjúkrahús og teldi mann sinn vera að vera að myrða hana.

Hún lét lögreglumennina fá lyfjaumbúðir með hvítu dufti og sagði eiginmanninn hafa sett duftið í drykki hennar án þess að hún hefði vitað af því. Hún lét þá einnig hafa kókdós sem hún hafði verið að drekka úr en á botni hennar var sama hvíta duftið.

Ruf sá að sögn eftir öllu saman og játaði gjörðir sínar fyrir eiginkonunni.

Allt fyrir ástina

Bishop var flutt á spítala þar sem upp úr krafsinu kom að í líkama hennar var að finna bæði kókaín og MDMA, sem er einnig þekkt undir heitinu mollý eða alsæla. Einnig fundust þunglyndislyf í Bishop en hún neitaði alfarið að hafa innbyrt nokkuð af þessum efnum af fúsum og frjálsum vilja.

Ruf segir að stjúpdóttir hans, dóttir Bishop úr fyrra hjónabandi, og vinkona hennar hafi látið hann hafa efnin. Sagði hann að til hafi staðið að setja efnin í nógu mörg skipti í drykki eiginkonunnar til að hún myndi á endanum deyja.

Sagðist hann hafa átt í kynferðislegu sambandi við stjúpdótturina og vinkonu hennar. Þær hafi hvatt hann til að losa sig við Bishop svo hann gæti fengið líftryggingu hennar greidda og hann fullyrti einnig að vinkonan hefði ýjað að því að vilja giftast honum.

Ruf sagðist hafa gefið eiginkonunni efnin í alls 12 skipti á þriggja mánaða tímabili og alltaf hafi hún sofnað og á meðan hafi hann stundað kynlíf með áðurnefndum ástkonum sínum.

Bishop áttaði sig loks á af hverju hún var svona oft veik þegar hún skar í sundur kókdós sem hún var að drekka úr og sá hvíta duftið í henni.

Hún bar þetta upp á mann sinn sem játaði að lokum allt saman.

Meintar samverkakonur Ruf, stjúpdóttir hans og vinkona hennar, hafa hvorki verið handteknar ná ákærðar.

NBC greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann