fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Pressan

Þóttist vera dáinn til að sleppa við meðlagsgreiðslur

Pressan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 04:01

Jesse Kipf. Mynd:Grayson County Detention Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Jesse Kipf, 39 ára Bandaríkjamaður, hafi lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að borga meðlag með dóttur sinni. Hann braust inn í tölvukerfi Hawaii Death Registry til að skrá sig látinn.

Þetta segja saksóknarar í Kentucky. Þeir segja að Kipf hafi fyllt út eyðublað um að hann væri látinn og skrifað undir með rafrænni undirskrift læknis í öðru ríki. Andlát hans var þá sjálfkrafa skráð í fjölda opinberra tölvukerfa.

Metro segir að Kipf hafi ætlað að komast hjá því að greiða fyrrum eiginkonu sinni rúmlega 100.000 dollara í meðlag með dóttur þeirra.

Að sögn saksóknara játaði hann að hafa brotist inn í tölvukerfið og skráð eigið andlát. En hann lét ekki þar við sitja því hann braut einnig inn í svipuðu skráningarkerfi annarra ríkja og yfirvalda, fyrirtækja og netkerfi einkafyrirtækja og stal persónuupplýsingum sem hann reyndi síðan að selja á djúpnetinu.

Kipf játaði þetta allt saman fyrir dómi og var dæmdur í 81 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu