fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Pressan

Barnapía játaði manndráp 40 árum eftir að hún beitti barnið ofbeldi

Pressan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 22:00

Benjamin Dowling. Mynd:Broward State Attorney's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum barnapía játaði nýlega manndráp, 40 árum eftir að hún lamdi 5 mánaða dreng ítrekað þegar hann var í hennar umsjá.

Benjamin Dowling lést 2019, 35 ára að aldri, eftir að hafa glímt við mikla fötlun af völdum heilablæðingar sem hann varð fyrir á heimili Terry McKirchy í Flórída 1984. Lengi vel töldu sérfræðingar að heilablæðingin væri afleiðing þess að hann hefði verið hristur harkalega. McKirchy, sem nú er 62 ára, þvertók fyrir að hafa unnið honum mein. Í kjölfar krufningar á Dowling 2021 kom í ljós að banamein hans voru áratuga gamlir áverkar. Sky News skýrir frá þessu.

Þegar niðurstaða krufningarinnar lá fyrir var McKirchy ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Hún játaði sök fyrir dóm í síðustu viku eftir að hafa gert samkomulag við saksóknara en í því felst að hún játaði á sig manndráp. Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi.

Benjamin fæddist í janúar 1984. Nokkrum mánuðum síðar var McKirchy, sem var 22 ára, ráðin til að gæta hans á heimili sínu í Fort Lauderdal á meðan foreldrar hans voru í vinnu. Þegar móðir hans sótti hann dag einn í byrjun júlí var líkami hans slappur og hnefarnir krepptir. Hún fór strax með hann á sjúkrahús og komust læknar að þeirri niðurstöðu að hann hefði fengið heilablæðingu eftir að hafa verið hristur harkalega.

McKirchy var handtekin nokkrum dögum síðar. Hún neitaði sök en sætti sig við að vera refsað. Þetta kom foreldrum Benjamin mjög á óvart því McKirchy var gengin sex mánuði með þriðja barn sitt og átti allt að 17 ára fangelsi yfir höfði sér. Hún var þó aðeins dæmd í nokkurra vikna fangelsi, eða þar til barnið kæmi í heiminn.

Hún hélt fram sakleysi sínu og sagði blaðamönnum að „hún væri með hreina samvisku“ en hefði gert samkomulag við saksóknara um að sætta sig við refsingu en neita sök því hún vildi ljúka málinu og vera með börnunum sínum tveimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að Egyptar hafi notað vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann

Telja að Egyptar hafi notað vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður