fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Pressan

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Pressan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 06:30

Abernethy Pearl. Mynd:Alex & Turnbull/Alex Robson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Abernethy perlan seld fyrir sem svarar til 17 milljóna íslenskra króna á uppboði í Edinborg í Skotlandi. Það gleður eflaust margt skoskt hjartað að kaupandinn er skoskur, svo perlan mun ekki yfirgefa Skotland.

Perlan fannst 1967 í kræklingi og er talið að þar hafi hún vaxið og dafnað í rúmlega 80 ár áður en hún fannst.

Sky News segir að perlan sé stærsta skoska ferskvatnsperlan sem fundist hefur, að minnsta kosti í manna minnum. Nafn hennar er dregið af manninum sem fann hana, William Abernethy, sem var síðasti skoski perluveiðimaðurinn. Hann lést 2021, 96 ára að aldri. Hann ljóstraði því aldrei upp hvar hann fann perluna. Perluveiðar hafa verið bannaðar í Skotlandi frá 1996. Talið er að perlu sé að finna í 1 af hverjum 5.000 kræklingum sem eru í skoskum ám.

Perlan seldist fyrir 93.951 pund á uppboði hjá Lyon & Turnbull í Edinborg á miðvikudag í síðustu viku. Uppboðshaldarinn segir að þetta sé hæsta verð sem fengist hefur fyrir þessa tegund perlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu