fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 16:15

Skyldi hún vera að losa um stress?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Johnston, sem er klínískur sálfræðingur og taugasálfræðingur hjá Healthy Mind Psychology, ræddi nýlega við Showers to You um svolítið sem hún segir að fólk eigi að gera meira af þegar það fer í sturtu, því þetta dragi úr stressi.

„Sturtan er öruggur staður, þar sem við erum oft ein með hugsanir okkar. Margir nota þessa stund til að fara yfir daginn, syngja eða til að gefa tilfinningunum lausan taum í gegnum tár,“ sagði hún.

Það kom fram í þættinum að rannsóknir hafi sýnt fram á að sturta sé einn vinsælasti staðurinn þegar kemur að því að gráta. Hvað varðar grát kynjanna þá er mikill munur á tíðninni því konur gráta að meðaltali 5,3 sinnum í mánuði en karlar 1,3 sinnum. 74% fólks grætur í sturtu.

Johnston sagði að það sé engin ástæða til að skammast sín fyrir að gráta í sturtu, þvert á móti. Það að gráta í sturtu losi um spennu í líkamanum og huganum og komi líkamanum aftur í afslappað ástand og virki þau efni sem hjálpa til við að bæta skapið. Eftir þetta sé fólk oft miklu afslappaðra og tilbúið til að fara að sofa.

Hún benti einnig á að það að skella sér í örsnögga kalda sturtu eftir að hafa grátið, geti hjálpað til við að vekja líkamann svo fólk sé betur í stakk búið til að takast á við daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum