fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Hvort kom fyrst, hænan eða eggið? – Hér er niðurstaða vísindanna

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 21:30

Hvort kom á undan - hænan eða eggið? Mynd:Allison Burrel/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur örugglega heyrt gátuna áður um hvort það hafi verið hænan eða eggið sem kom fyrst. Nú er komið að því hægt er að svara þessari eldgömlu gátu endanlega því vísindamenn hafa komist að niðurstöðu um hvað er rétt í þessu.

En byrjum á að skoða hið trúarlega svar við þessu. Hænur, eins og við þekkjum þær, komu fram á sjónarsviðið fyrir um 10.000 árum. Þýðir það þá að eggið hafi komið fram á sjónarsviðið rétt áður?

Þetta er auðvitað erfið spurning en ef skoðað er hvað kristnir heimspekingar sögðu um þetta fyrr á öldum, þá sögðu bæði Ágústín og St. Thomas Aquinas, sem báðir hugleiddu þessa gátu á sínum tíma, að hænan hafi komið fyrst því guð hafi skapað öll dýrin. Þetta byggðu þeir á texta úr Fyrstu Mósebók.

En hvað segja vísindin? BBC Science Focus segir að rétta svarið sé að eggið hafi komið fyrst og að ástæðan fyrir því sé að egg séu  miklu eldri en hænur.

„Risaeðlur verptu eggjum, fyrstu fiskarnir, sem skriðu upp úr sjónum, verptu eggjum sem og fleiri dýr,“ er haft eftir Luis Villazon, dýrafræðingi. Hann benti á að þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið hænsnaegg, þá hafi þetta samt sem áður verið egg.

Þetta er góður punktur hjá honum og hefur ekki áhrif á lausn gátunnar því í henni er ekki tekið fram frá hvaða dýri eggið ætti að hafa komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum