fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Pressan

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Pressan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 17:30

Illgresi skýtur víða upp kollinum. Mynd/Alamy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illgresi er ekki mikið fagnaðarefni garðeigenda og það er auðvelt að fyllast vonleysi þegar maður kemur út og sér allt illgresið sem virðist nánast hafa sprottið upp á einni nóttu á milli hellnanna í innkeyrslunni eða við útidyrnar.

En það er að sögn til einfalt ráð til að drepa það og það varanlega. Allt sem þarf er efni sem er líklega til á flestum heimilum?

Þetta hljómar eiginlega of vel til að geta verið satt en Jessica Nakamura segir á Instagramsíðu sinni, @thatmamarealtor, að þetta svínvirki. Express skýrir frá þessu.

Í myndbandi segir hún að það sem þurfi til sé lyftiduft. Hún sýnir síðan þegar hún stráir lyftidufi yfir svæðið þar sem illgresið vex og síðan notar hún kúst til að dreifa því þannig að það fari ofan í allar rifurnar. Því næst þarf að hella vatni yfir svæðið.

„Eftir 24 klukkustundir er illgresið dautt og það er auðvelt að rífa það upp og það vex ekki aftur,“ segir hún.

Lyftiduft inniheldur mikið salt en það gerir að verkum að illgresið þornar upp og nær ekki að vaxa á nýjan leik.

Saltið getur einnig haft neikvæð áhrif á annan gróður en Nakamura segir að það sé hægt að leysa það með því að hella vatni yfir svæðið eða treysta á góða rigningu.

Fyrir þá sem hafa efasemdir um aðferðina, þá birti hún myndbandi mánuði síðar og sýndi að enn sé ekkert illgresi komið upp og grasið sé enn grænt.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lukaku kveður Chelsea
Pressan
Í gær

Fangavörður reyndi að smygla fíkniefnum til fanga – Faldi þau í safafernum

Fangavörður reyndi að smygla fíkniefnum til fanga – Faldi þau í safafernum
Pressan
Í gær

Tveir 11 ára strákar fóru út að leika í góða veðrinu – Skömmu síðar voru þeir dánir

Tveir 11 ára strákar fóru út að leika í góða veðrinu – Skömmu síðar voru þeir dánir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin vöknuðu klukkan fjögur og andartaki síðar var snekkjan farin í kaf

Hjónin vöknuðu klukkan fjögur og andartaki síðar var snekkjan farin í kaf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í garði eiginmannsins

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í garði eiginmannsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stríðsherrann Kadyrov lukkulegur með Musk og býður honum í heimsókn -„Þeir kalla trukkinn ekki skepnu að ástæðulausu“

Stríðsherrann Kadyrov lukkulegur með Musk og býður honum í heimsókn -„Þeir kalla trukkinn ekki skepnu að ástæðulausu“