fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Pressan

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Pressan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 12:30

Elísabet og Donald Trump saman árið 2019. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretlandsdrottning heitin fannst Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi „mjög dónalegur“.

Þessu er haldið fram í nýrri bók, A Voyage Around the Queen, eftir blaðamanninn, rithöfundinn og skopmyndateiknarann Craig BrownBrown þessi hefur um langt skeið teiknað skopmyndir og skrifað satírur um bresk stjórnmál fyrir blöð eins og The Times og The Daily Mail og þá hefur hann sent frá sér fjölda bóka sem fengið hafa góðar viðtökur.

Í nýjustu bók sinni varpar hann ljósi á líf og störf Elísabetar II Bretlandsdrottningar og í kaflabroti sem birtist á vef Daily Mail í vikunni kemur fram að henni hafi ekki líkað sérstaklega vel við Trump.

Elísabet tók tvisvar á móti forsetanum í valdatíð hans og kemur fram í bókinni að henni hafi „sérstaklega mislíkað“ hvernig Trump horfði stöðugt yfir axlirnar á henni í „leit að einhverjum áhugaverðari“ til að ræða við.

Elísabet er einnig sögð hafa klórað sér í kollinum yfir hjónabandi Donalds Trump og Melaniu Trump og sagt að þau hlytu að vera með einhvers konar „samkomulag“. Annars væri hún varla gift honum.

Opinberanirnar í bók Browns eru væntanlega högg í maga Trumps sem sjálfur hefur talað afar fallega um drottninguna. Þau hittust fyrst árið 2018, ekki löngu eftir að Trump tók við embætti, og var hann sagður hafa látið drottninguna bíða eftir sér í 10 mínútur í 27 stiga hita.

Þau hittust svo aftur ári síðar og við það tilefni sagði Trump í viðtali við Fox News: „Við hlógum og skemmtum okkur konunglega. Fólkið hennar sagði að hún hefði ekki skemmt sér svona vel í 25 ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“