fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir þegar hópur ungmenna gerir aðsúg að og ræðst á 62 ára karlmann á Staten Island í New York hefur vakið talsverða athygli.

Maðurinn var í göngutúr skammt frá heimili sínu þegar að minnsta kosti níu börn og unglingar byrjuðu að elta hann upp úr þurru og ögra honum. Atvikið náðist á eftirlitsmyndavél og á því má sjá þegar maðurinn reynir að forða sér á hlaupum þegar ungmennin byrja að hrinda honum og slá hann.

Atvikið átti sér stað klukkan sjö að kvöldi við gatnamót Howard Avenue og Clove Road og segir maðurinn augljóst að ungmennin hafi verið að leita að slagsmálum.

Maðurinn hlaut þó nokkra áverka í árásinni; hann var með glóðarauga, blóðugur í andliti og meiddist einnig á hné eftir að honum var hrint í götuna. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.

Ungmennin forðuðu sér á hlaupum þegar aðrir vegfarendur ætluðu að fara að skipta sér af en þeir höfðu áreitt aðra vegfarendur áður en þeir réðust á manninn.

Vito Fossella, formaður íbúasamtaka í hverfinu, segir glæpi sem þessa óþolandi og þarna hefði hver sem er getað orðið fyrir árás. Tilviljun hafi orðið til þess að þessi tiltekni maður, sem var að njóta sumarblíðunnar í hverfinu sínu, varð fyrir árás.

Maðurinn sagði sögu sína í viðtali við NBC New York þar sem hann kvaðst hræddur við að fara út úr húsi eftir atvikið. „Mig langar bara að flytja héðan, ég vil ekki búa hér lengur,“ segir hann.

Lögregla hefur handtekið tvo úr hópi grunaðra, 13 og 14 ára drengi, og hafa þeir verið ákærðir fyrir líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans