fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Upplifði kraftaverk 11 árum eftir að kötturinn hennar hvarf

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 20:30

Jennifer og Sam Sam the Kittycat Man sameinuð á ný.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Ravenel var svo þjökuð af sorg eftir að kötturinn hennar hvarf árið 2013 að hún gat varla hugsað sér að halda á öðrum ketti. Jennifer hafði bjargað þessum litla krúttlega villikettling úr tré á sínum tíma og þar sem ómögulegt reyndist að finna eiganda tók hún að sér og gaf honum nafn.

Jennifer var í raun fyrir löngu búin að gefa upp alla von um að hún myndi sjá köttinn, sem fékk hið skemmtilega nafn Sam Sam the Kittycat Man, aftur en þá gerðist hið ótrúlega. Hún fékk símtal frá dýraverndunarsamtökunum Charleston Animal Society á dögunum þess efnis að Sam væri hjá þeim.

Þetta hefði ekki gerst nema fyrir þá staðreynd að Jennifer lét örmerkja Sam fyrir margt löngu. Hvað hefur drifið á daga hans undanfarin ellefu ár er óvíst en Sam var horaður og í félagsskap annarra villikatta sem halda til á Charleston-svæðinu. Það sem vakti athygli er að Sam fannst ekki ýkja langt frá heimili Jennifer, eða rúmum kílómetra í burtu.

„Ég hélt að það væri verið að gera grín í mér, því ég taldi ekki möguleika á að hann væri enn þarna úti. En þetta er í sjálfu sér kraftaverk,“ sagði Jennifer við starfsfólk dýraathvarfsins.

Jennifer var ekki lengi að koma í dýraathvarfið þar sem hún sá Sam í búrinu sínu. Það er skemmst frá því að segja að hún felldi nokkur gleðitár þegar hún sá að þetta var hann. Eftir að Sam hafði fengið góða þjónustu dýralækna sem vottuðu að hann væri þokkalega heill heilsu fékk Sam að fara heim með „mömmu“ sinni.

Jennifer segir við AP að Sam hafi horfið dag einn árið 2013 þegar hundur gerði sig líklegan til að elta hann. Hann hljóp út í buskann og virðist ekki hafa ratað heim aftur.

„Ég leitaði og leitaði á sínum tíma og spurði út um allt hvort einhver hefði séð hann,“ segir Jennifer. Hún segir að síðan Sam kom heim hafi hann varið mestum tíma í rúminu, annað hvort einn eða með henni. Hann hafi ekki nokkurn áhuga á að fara út fyrir hússins dyr, eðlilega kannski.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangavörður opnaði umslag og skömmu síðar var hann látinn – Nú hafa þrír verið ákærðir

Fangavörður opnaði umslag og skömmu síðar var hann látinn – Nú hafa þrír verið ákærðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin vöknuðu klukkan fjögur og andartaki síðar var snekkjan farin í kaf

Hjónin vöknuðu klukkan fjögur og andartaki síðar var snekkjan farin í kaf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur skýra frá vandræðalegustu kynlífsreynslunni – Notaði vasaljós til að sjá hvar hann ætti að setja typpið inn

Konur skýra frá vandræðalegustu kynlífsreynslunni – Notaði vasaljós til að sjá hvar hann ætti að setja typpið inn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rúmlega 500 ára gömul ráðgáta sögð líklega loksins hafa verið leyst

Rúmlega 500 ára gömul ráðgáta sögð líklega loksins hafa verið leyst