fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 18:30

Þetta líklega besta plássið á ströndinni og það er búið að taka það frá nánast um miðja nótt. Mynd:Proyecto Mastral

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar hefur „handklæðamafían“ flutt sig frá sundlaugarsvæðunum og niður á strendurnar á Spáni. Þetta hefur valdið svo miklu öngþveiti að yfirvöld hafa neyðst til að herða refsingar yfir ferðamönnum sem mæta eldsnemma niður á strönd til að tryggja sér sólstóla.

Það er ekki óalgengt að fólk vakni klukkan 6 til að hlaupa niður í sundlaugargarðinn eða niður á strönd til að setja handklæði á sólbekk eða til að taka hann frá. Síðan fer fólkið aftur upp á hótelherbergið sitt og lætur jafnvel ekki sjá sig á sólbekknum fyrr en eftir marga klukkutíma.

Express segir að þetta vandamál hafi farið vaxandi á síðustu árum og segja yfirvöld að sífellt fleiri kvartanir berist frá heimafólki um framferði ferðamanna. Svo slæmt var ástandið í sumar að lögreglan sá sig tilneydda til að grípa inn í.

Í mörgum strandbæjum er nú bannað að setja sólhlíf upp eða taka sólbekk frá fyrir klukkan 8 eða 9. Reglurnar ná bæði til ferðamanna og heimamanna. Ef þær eru ekki virtar, getur lögreglan beitt sektum.

Áður var sektin fyrir að taka sólstól frá á ströndinni og snúa síðan ekki aftur í hann fyrr en mörgum klukkustundum síðar 250 evrur. En nú hefur hámarkssektin verið hækkuð í 750 evrur að sögn Dagbladet.

Lögreglan getur beitt sektum ef fólk notar sólbekkina sína ekki í þrjár klukkustundir og gildir þá einu á hvaða tíma dags það er gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sú elsta er látin 117 ára að aldri 

Sú elsta er látin 117 ára að aldri 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna