fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 17:30

Jessie Peterson dó í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur 31 árs gamallar konu, Jessie Peterson, leituðu og leituðu að henni í um það bil eitt ár eftir að þeir fengu upplýsingar um að hún hefði útskrifað sig af sjúkrahúsi þar sem hún fékk meðhöndlun við sykursýki.

Jessie var lögð inn á Mercy San Juan-sjúkrahúsið í Sacramento í Kaliforníu þann 6. apríl í fyrra. Þegar aðstandendur hennar ætluðu að sækja hana á sjúkrahúsið fengu þeir upplýsingar um að hún hefði sjálf ákveðið að yfirgefa spítalann. Ekkert spurðist til hennar í kjölfarið og voru aðstandendur hennar furðu lostnir yfir hvarfinu og áhyggjufullir yfir því að hún væri einhvers staðar á vergangi.

Það var ekki fyrr en ári síðar að alvöru skellurinn kom. Þá kom á daginn að Jessie hafði dáið á þessu sama sjúkrahúsi þann 8. apríl, tveimur dögum eftir að hún var lögð inn, og voru aðstandendur hennar ekki upplýstir um andlátið. Hafa þeir nú höfðað mál gegn sjúkrahúsinu þar sem þeir krefjast bóta.

Móðir JessieGinger Congi, segir við fjölmiðla að hún hafi fengið símtal frá dóttur sinni þann 8. apríl í fyrra þess efnis að hún væri á leið heim af sjúkrahúsinu og vantaði far. Svo var eins og Jessie hefði bara horfið. Þann 12. apríl síðastliðinn fékk fjölskyldan það staðfest að Jessie hefði verið látin allan þennan tíma og hún hefði dáið um tveimur tímum eftir að hún hringdi í móður sína.

Forsvarsmenn sjúkrahússins hafa ekki tjáð sig um málið en á dánarvottorði sem grafið var upp kom fram að Jessie hefði fengið hjartaáfall. Aðstandendur hennar segja að ekki sé unnt að staðfesta það enda líkið of illa farið til að hægt sé að framkvæma sjálfstæða krufningu.

Fjölskyldan fer fram á 5 milljónir Bandaríkjadala, tæpar 700 milljónir króna, í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bjóða SpaceX 843 milljónir dollara fyrir að eyðileggja Alþjóðlegu geimstöðina

Bjóða SpaceX 843 milljónir dollara fyrir að eyðileggja Alþjóðlegu geimstöðina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós