fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Norður-Kórea opnar landamærin fyrir ferðamönnum

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 22:00

Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna aðgerða tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar hefur Norður-Kórea verið nær algjörlega lokað land fyrir ferðamenn síðan 2020. En nú verður breyting á að sögn ferðaþjónustufyrirtækja því til stendur að opna landamærin við borgina Samjiyon og hugsanlega annars staðar fyrir ferðamönnum.

Sky New skýrir frá þessu og segir að til standi að opna landamærin síðar á árinu eftir því sem talsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segi.

Frá því að landinu var lokað fyrir ferðamönnum 2020 þá hafa aðeins fámennir hópar rússneskra ferðamanna fengið að heimsækja landið en það gerðist í júní þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, var þar í opinberri heimsókn.

Koryo Tours, sem er ferðaþjónustufyrirtæki með höfuðstöðvar í Peking, sagði að þar á bæ hlakki starfsfólkinu til enduropnunar landamæranna. Að sögn fyrirtækisins verður þetta staðfest endanlega á næstu vikum og að fyrstu ferðamennirnir geti heimsótt Samjiyon í desember.

Norður-Kórea hefur verið að byggja „sósíallístíska útópíu“ í Samjiyon sem er við kínversku landamærin. Þar hafa nýjar íbúðir, skíðasvæði, verslanir, menningarstofnanir og heilbrigðisstofnanir verið reistar.

Rússnesku ferðamennirnir sem fengu að fara þangað fyrr á árinu í fjögurra daga ferð voru ekki yfir sig hrifnir af áfangastaðnum og því að „leiðsögumaður“ fylgdi þeim við hvert fótmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Scott Peterson varpar fram kenningu um dauða eiginkonu sinnar

Scott Peterson varpar fram kenningu um dauða eiginkonu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangavörður opnaði umslag og skömmu síðar var hann látinn – Nú hafa þrír verið ákærðir

Fangavörður opnaði umslag og skömmu síðar var hann látinn – Nú hafa þrír verið ákærðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð

Sonur rokkgoðsagnar grunaður um hrottaleg morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stríðsherrann Kadyrov lukkulegur með Musk og býður honum í heimsókn -„Þeir kalla trukkinn ekki skepnu að ástæðulausu“

Stríðsherrann Kadyrov lukkulegur með Musk og býður honum í heimsókn -„Þeir kalla trukkinn ekki skepnu að ástæðulausu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur réðst á bréfbera og beit stórt stykki úr efri vörinni

Hundur réðst á bréfbera og beit stórt stykki úr efri vörinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hópnauðgunar – Héldu konu fanginni klukkustundum saman

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hópnauðgunar – Héldu konu fanginni klukkustundum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur skýra frá vandræðalegustu kynlífsreynslunni – Notaði vasaljós til að sjá hvar hann ætti að setja typpið inn

Konur skýra frá vandræðalegustu kynlífsreynslunni – Notaði vasaljós til að sjá hvar hann ætti að setja typpið inn