fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 19:00

Það er hollt að fara í göngutúr. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpinu „Just One Thing“ segir læknirinn og heilsufarsgúrúinn Michael Mosley að röskleg ganga í 30 mínútur, hið minnsta, að morgni til sé vel til þess fallinn að léttast og það hratt.

Hann segir að einföld morgunrútína af þessu tagi sé ekki eingöngu heilbrigður lífsstíll heldur geti þetta einnig haft þyngdartap í för með sér og hjálpi til við að brenna fitu hraðar.

Daglegur göngutúr hjálpar til við að brenna hitaeiningum en morgunbirtan er afgerandi þegar kemur að því að halda svefnrytmanum í jafnvægi.

„Fyrir utan að vekja þig, þá hjálpar náttúruleg birta til við að núllstilla þitt innra úr sem stýrir svengd, skapi, líkamshita og öðrum mikilvægum þáttum líkamsstarfseminnar,“ segir Mosley að sögn Express.

„Birtustigið utanhúss er að minnsta kosti 10 sinnum meira en innandyra. Þegar skynjararnir bak við augun nema þessa birtu, senda þeir skilaboð til þess svæðis heilans sem stöðvar framleiðslu melatóníns. Melatónín er kallað „hormón myrkursins“ því hærra gildi þess á kvöldin hjálpar þér að sofna. Rannsóknir sýna sterk tengsl á milli lélegs svefns og þyngdaraukningar. Það er því afgerandi að viðhalda góðum svefnrytma til að geta lést,“ sagði hann einnig.

Til að ná hámarksárangri mælir Mosley með að minnsta kosti 30 mínútna göngutúr á hverjum morgni. Hann segir að styttri göngutúr geti einnig haft jákvæð áhrif fyrir heilsufarið. Fólki eigi því ekki að finnast það neytt til að ganga í hálftíma ef það hefur ekki tíma eða orku í það.

Hann bendir einnig á að göngutúrinn hafi önnur áhrif en að koma fólki í snertingu við mikla birtu. Hann styrki vöðva og bein og dragi úr lið- og vöðvaverkjum, brenni hitaeiningum og auki orku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur í hópi þeirra sem saknað er

Milljarðamæringur í hópi þeirra sem saknað er
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúmlega 500 ára gömul ráðgáta sögð líklega loksins hafa verið leyst

Rúmlega 500 ára gömul ráðgáta sögð líklega loksins hafa verið leyst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta ættu allir að setja í uppþvottavélina öðru hvoru

Þetta ættu allir að setja í uppþvottavélina öðru hvoru