fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Þjófnaður á fíkniefnum gæti hafa valdið blóðugum átökum glæpagengja

Pressan
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 20:00

Loyal to Famila glæpasamtökin eru bönnuð í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa dönsk glæpagengi tekist á og hafa átökin sett sitt mark á lífið í Kaupmannahöfn. Þar hafa skotárásir átt sér stað sem og sprengjuárásir og þann 8. ágúst var 43 ára maður skotinn til bana á Norðurbrú. Hann var skotinn einu skoti í höfuðið.

Enginn þorir að slá því föstu hvað varð þess valdandi að átökin brutust út en Danska ríkisútvarpið segist hafa heimildir fyrir að þjófnaður á miklu magni fíkniefna, líklega hassi, hafi verið neistinn sem kveikti bálið. Eru aðilar, sem eru sagðir tengjast glæpagenginu LTF, sagðir hafa stolið fíkniefnunum.

Segist miðillinn hafa heimildir fyrir að lögreglan rannsaki málið út frá þeirri kenningu að aðilar tengdir LTF hafi stolið fíkniefnum frá öðru glæpagengi og að í stað þess að gengin kæmu sér saman um fjárhagslegar bætur hafi þau gripið til ofbeldis. LTF glæpagengið er bannað í Danmörku en eins og gefur að skilja þá skiptir það glæpamenn litlu sem engu máli, þeir halda sínu striki.

David Sausdal, lektor í afbrotafræði við háskólann í Lundi, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að þetta mál sé klassískt dæmi um hvernig átök glæpagengja geti farið úr böndunum. Glæpagengin stundi viðskipti og ef aðrir steli markaðshlutdeild að því sem viðskiptin byggjast á, í þessu tilfelli fíkniefni, þá neyðist glæpagengin til að svara fyrir sig. Glæpagengin fari ekki með mál sín fyrir dóm, þau fari í stríð við önnur glæpagengi og noti ofbeldi til að leysa deilurnar.

Glæpagengið, sem fíkniefnunum var stolið frá, er að miklu leyti óþekkt en félagar í því eru aðallega sagðir vera Danir en gengið er einnig sagt eiga í nánu sambandi við sænska afbrotamenn. Leiðtogar þess eru sagðir halda sig erlendis og það sama gildir um leiðtoga LTF en meðlimir LTF eru aðallega af innflytjendaættum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans