fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Pressan

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Pressan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 03:29

Þetta líklega besta plássið á ströndinni. Mynd:Proyecto Mastral

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er notalegt að liggja í góðum sólstól, sem er jafnvel undir sólhlíf, á ströndinni. En það er oft þannig á baðströndum að það getur verið erfitt að fá pláss til að stunda sólböð og letilíf því ásóknin er mikil. Til að fá pláss þarf síðan oft að mæta eldsnemma til að tryggja sér eitt slíkt og ekki síst ef maður vill fá pláss á „góðum“ stað.

Ferðamaður einn á Spáni sló nýlega líklega met í viðleitni sinni til að ná góðu plássi á ströndinni. Proyacto Marstral veðurstofan skýrir frá þessu á X og birti mynd af ferðamanninum á ströndinni en hún var tekin með eftirlitsmyndavél.

Á myndinni sést sólhlíf sem er búið að setja upp á ströndinni klukkan hálf sex að morgni en þá er enn myrkur á þessum slóðum. „Nýtt met,“ skrifaði veðurstofan.

Færsla veðurstofunnar.

 

 

 

 

 

Með þessu sló viðkomandi ferðamaður fyrra met sem var sett nokkrum dögum áður en þá sló sólsjúkur ferðamaður sólhlífinni sinni upp klukkan 05.45.

Margir hafa tjáð sig um nýja metið á samfélagsmiðlum: „Við toppum okkur hvað eftir annað,“ skrifaði einn og annar skrifaði: „Þessi manneskja hlýtur að vera fáviti.“

Heitið „handklæðamafían“ er notað yfir ferðamenn sem mæta á sundlaugarbakkann um leið og sundlaugargarðarnir eru opnaðir, eða á ströndina eldsnemma að morgni, og setja handklæðin sín á sólbekkina til að tryggja sér þá. Þeir láta sig síðan hverfa og koma ekki aftur fyrr en mörgum klukkustundum síðar þegar þeir eru búnir að fá sér blund og morgunmat. Á meðan geta aðrir gestir ekki notað sólbekkina.

Spænska lögreglan hefur tekist á við þetta vandamál á ströndum landsins í sumar. Á sumum liggur nú sekt upp á sem nemur allt að 110.000 íslenskum krónum fyrir að skilja handklæði eftir á sólbekkjum eða stólum á ströndum, það er að segja ef eigandi handklæðisins notar bekkinn eða stólinn síðan ekki fyrr en eftir ákveðinn tímapunkt að morgni.

Sum hótel á Mallorca hafa tekið upp á því að fjarlægja handklæði sem eru skilin eftir á sólbekkjum við hótelið fyrir klukkan 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Neanderdalsmenn hafi í raun ekki dáið út

Telja að Neanderdalsmenn hafi í raun ekki dáið út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimfarar sem fóru í átta daga geimferð koma kannski ekki heim fyrr en á næsta ári

Geimfarar sem fóru í átta daga geimferð koma kannski ekki heim fyrr en á næsta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúlka lést eftir að hafa drukkið heitt súkkulaði með mjólk

Stúlka lést eftir að hafa drukkið heitt súkkulaði með mjólk