fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Pressan

Sú elsta er látin 117 ára að aldri 

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Branyas Morera, sem var opinberlega skráð elsta kona heims, er látin 117 ára að aldri. Maria fæddist í Bandaríkjunum árið 1907 en bjó á hjúkrunarheimili í norðausturhluta Spánar síðustu tvo áratugi ævi sinnar.

Maria varð elsta kona heims í janúar 2023 þegar hin franska Lucile Randon lést 118 ára gömul.

Óhætt er að segja að hún hafi lifað tímana tvenna og séð ýmislegt. Hún var sjö ára þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út og 11 ára þegar spænska veikin byrjaði að láta til sín taka og dró að lokum milljónir til dauða. Þá var hún komin vel á fullorðinsár þegar seinni heimsstyrjöldin og spænska borgarastyrjöldin brutust út.

Maria fékk Covid-19 árið 2020, skömmu eftir að hafa fagnað 113 ára afmæli sínu, en náði fullri heilsu.

Eftir dauða Mariu er hin japanska Tomiko Itooka elsta núlifandi kona heims. Hún fæddist þann 23. maí árið 1908 og er rúmlega 116 ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri