fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Pressan

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 06:30

Michelle Hempstead. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm barna móðir, hin 34 ára Michelle Hempstead, lést í kjölfar þess að hundurinn hennar beit hana í handlegginn. Þetta gerðist á heimili hennar í Southend í Essex á Englandi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram þegar málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra. Lögreglan hefur ekki upplýst hvaða tegund af hundi um ræðir en segir að ekki sé um „bannaða tegund“ að ræða en sumar tegundir hunda eru bannaðar á Bretlandseyjum.

Hempstead var flutt á sjúkrahús í Southend og síðan á sjúkrahús í Lundúnum en þar lést hún 30. júlí síðastliðinn.

Krufning leiddi í ljós að hún var með bitsár eftir hund á vinstri upphandlegg.  Bitið tók aðalæðina í handleggnum í sundur og hún missti mikið blóð. Blóðmissir og lost, sem hún fékk, urðu til þess að hjartað gat ekki dælt nógu miklu blóði og því raskaðist starfsemi fjölda líffæra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri