fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Pressan

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 04:15

Kenneth King dómari. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kenneth King, dómari við umdæmisdómstól í Detroit í Bandaríkjunum, var vikið frá störfum í síðustu viku. Hann brást illa við þegar Eva Goodman, 15 ára, sofnaði í dómsalnum þegar hún var þar í heimsókn með öðrum ungmennum en heimsóknin var skipulögð af umhverfissamtökum.

Sky News segir King hafi hótað Goodman að henni yrði stungið í ungmennafangaklefa vegna þess að hún sofnaði í dómsalnum.

Sjónvarpsstöðin WXYZ-TV segir að á upptöku af atburðinum sjáist að þegar King tók eftir því að Goodman svaf í dómsalnum hafi hann sagt: „Ef þú sofnar aftur í dómsalnum mínum, þá mun ég láta stinga þér í fangaklefa, skilurðu það?“

Hann lét síðan færa Goodman í fangaföt og handjárn og hótaði að hún myndi þurfa að dvelja í ungmennafangelsi um hríð. Síðan sleppti hann henni.

William McConico, yfirdómari dómstólsins, sagði í kjölfarið að King hefði verið vikið frá störfum og myndi gangast undir „nauðsynlega þjálfun til takast á við undirliggjandi vandamál sem hefðu valdið þessari hegðun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri