fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Pressan

Stundaði kynlíf með sæðisgjafanum – Tapaði máli varðandi fæðingarvottorð barnsins

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 04:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa auglýst eftir sæðisgjafa á Internetinu hittu tvær konur karlmann, sem svaraði auglýsingunni, á bar einum. Þau höfðu sammælst um að notast við sæðisgjöf þar sem hann léti konunum sæði í té í sýnatökuglasi og að þær sæju sjálfar um að koma því á réttan stað í von um þungun. En þetta endaði síðar með því að maðurinn stundaði kynlíf með annarri konunni, án þess að hin vissi um það.

Sky News skýrir frá þessu og segir að konan, sem stundaði ekki kynlíf með manninum, hafi nýlega tapað máli fyrir breskum áfrýjunarrétti tengt þessu. Hún var ósátt við að nafn hennar var fjarlægt af fæðingarvottorði barnsins eftir að upp komst að hin konan, sem er nú fyrrum eiginkona hennar, hafi stundað kynlíf með sæðisgjafanum.

Málið snerist um hverjir séu foreldrar barnsins, sem er nú sex ára, í ljósi þessa „óformlega samkomulags um getnað“ á milli tveggja kvenna og karlmanns.

Eftir að konurnar höfðu tvisvar fengið sæði hjá manninum, án þess að þeim tækist að frjóvga egg með því, hafði önnur þeirra, sú sem ætlaði að ganga með barnið, samband við manninn og bað hann um frekari stuðning.

Í kjölfarið stunduðu þau kynlíf þrisvar sinnum heima hjá foreldrum hennar, án þess að eiginkona hennar vissi af því. Þriðja skiptið var fyrir tilviljun á sama tíma og sæði var dælt inn í konuna með sprautu.

Barnið varð til en í niðurstöðu dómstólsins segir að það sé útilokað að skera úr um hvort barnið hafi orðið til við „tæknifrjóvgunina“ eða við hefðbundnar samfarir.

Konurnar skildu síðar vegna ósættis um uppeldi barnsins. Í kjölfar skilnaðarins skýrði sú sem gekk með barnið frá því að hún hefði stundað kynlíf með föður þess og skilaði inn yfirlýsingu til yfirvalda um að hann sé faðir barnsins. Í kjölfarið var nafn hinnar konunnar fjarlægt af fæðingarvottorði barnsins.

Óumdeilt er að maðurinn sé faðir barnsins en ekki er vitað hvort það varð til við samfarir eða „tæknifrjóvgun“.

Dómurinn ákvað að konurnar tvær og maðurinn séu forráðamenn barnsins og beri sameiginlega ábyrgð á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullyrða að ný rannsókn bendi til þess að geimverurnar frá Perú séu ekki mennskar

Fullyrða að ný rannsókn bendi til þess að geimverurnar frá Perú séu ekki mennskar