fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Pressan

Hér er vatn orðið að gulli – Óttast hrun ferðamannaiðnaðarins

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 07:30

Það er orðið lítið um vatn á Sikiley. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatn er orðið að gulli á Sikiley og appelsínurnar þorna og skreppa saman. Þess utan óttast heimamenn að ferðamannaiðnaðurinn hrynji og þar með hafa eyjaskeggjar fátt til að lifa af.

Miklir þurrkar ógna allri Suður-Evrópu og á Sikiley er ógnin eiginlega orðin að raunveruleika. Þar geisa nú verstu þurrkar sem herjað hafa á eyjuna áratugum saman. Hitinn er þrúgandi og rúmlega ein milljón eyjaskeggja býr við vatnsskömmtun að sögn CNN. Sumir fá að sögn aðeins vatn þriðja hvern dag.

Appelsínuræktendur horfa upp á appelsínurnar þorna og skreppa saman og líkjast þær að sögn einna helst rúsínum. Eina náttúrulega stöðuvatn eyjunnar er svo gott sem gufað upp og gróðureldar eru nánast orðnir daglegt brauð.

Þurrkar eyðileggja uppskeru bænda og gera drykkjarból húsdýra að leðjupollum.

En það sem er kannski stærsta ógnin við eyjaskeggja er að vatnsskorturinn hefur mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Í bænum Agrigento verða lítil hótel nú að vísa ferðamönnum frá því það er ekki hægt að ábyrgjast að það sé nóg vatn til að þeir geti farið í bað eða sturtað niður úr klósettinu.

„Vatn er gull í Agrigento,“ sagði einn heimamaður í samtali við Reuters og New York Times segir að mun færri hafi pantað gistingu á hótelum bæjarins nú en reiknað var með.

Eigandi gistihúss eins sagði í samtali við CNN að þetta geti haft miklar efnahagslegar afleiðingar.

„Ef ferðamannaiðnaðurinn hrynur, þá deyjum við,“ sagði Cinzia Zerbini, talskona ítölsku bændasamtakanna í samtali við New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullyrða að ný rannsókn bendi til þess að geimverurnar frá Perú séu ekki mennskar

Fullyrða að ný rannsókn bendi til þess að geimverurnar frá Perú séu ekki mennskar