fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 07:48

Mikil neyð ríkir á Gaza og sorgin er víða mikil. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára gamlir fimmburar voru í hópi 29 óbreyttra borgara sem létust í árásum Ísraelshers á Gaza í gær og í fyrrinótt. Yfir 40 þúsund Palestínumenn hafa dáið í stríðinu og um 2,3 milljónir manna hafa yfirgefið heimili sín á þeim tíu mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir.

AP-fréttastofan greinr frá því að árás hafi verið gerð á heimili fjölskyldu í Deir al-Balah þar sem móðir bjó ásamt sex börnum sínum. Öll létust þau í árásinni en yngsta barnið var eins og hálfs árs og þau eldri voru fimmburar, tíu ára gamlir.

Afi barnanna var ómyrkur í máli þegar rætt var við hann eftir árásina og sagði hann aðkomuna hafa verið hræðilega: „Þau voru öll sett í sama líkpokann eftir árásina. Hvað gerðu þau? Drápu þau einhverja gyðinga? Mun þetta skapa Ísraelsmönnum öryggi?“

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann freistar þess að ná fram vopnahléi. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga en babb kom í bátinn í gær þegar forsvarsmenn Hamas sögðu að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefði sett fram óraunhæfar kröfur og meðal annars neitað að lofa því að draga allt herlið sitt til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans