fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Pressan

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hópnauðgunar – Héldu konu fanginni klukkustundum saman

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 03:57

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í 12 daga gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt 37 ára konu frelsi og að hafa hópnauðgað henni.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar í Árósum í Danmörku á X. Konunni var haldið fanginni í íbúð í borginni frá klukkan 7 á laugardaginn þar til klukkan 13.05. Á þeim tíma eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað henni og hafi henni verið haldið fastri á meðan.

Ekstra Bladet segir að þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir hjá dómara í Árósum í gær, hafi túlkur verið til staðar til að túlka frá dönsku yfir á tigrinya og öfugt. Þetta er tungumál sem er talað í Erítreu en mennirnir eru allir þaðan.

Þeir neituðu allir sök og voru að sögn blaðsins rólegir og yfirvegaðir í dómsalnum.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við blaðið að þremenningarnir hafi allir komið áður við sögu lögreglunnar. Hann sagði einnig að enn væri leitað að tveimur til viðbótar sem eru grunaðir um aðild að ofbeldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til
Pressan
Í gær

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín