fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Pressan

Hundur réðst á bréfbera og beit stórt stykki úr efri vörinni

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 16:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint. Mynd: GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Kirsteen Hobson að bera út póstinn í bænum Oban í Skotlandi. Þegar hún kom að húsi einu og ætlaði að setja nokkur bréf inn um lúguna, réðst stór schaefferhundur á hana. Hún féll niður á jörðina og hundurinn beit hana í andlitið. Hún náði þó að losa sig úr klóm hans en aðeins í smá stund því hann réðst aftur á hana. Eftir átök náði hún að flýja inn í húsið en áður hafði hundurinn bitið stórt stykki úr efri vör hennar.

Atburður á borð við þennan er ekkert einsdæmi í Bretlandi að sögn The Guardian sem sagði sögu Hobson nýlega. Samkvæmt upplýsingum frá breska póstinum þá eru 42 bréfberar bitnir af hundum í viku hverri að meðaltali.

2.206 slíkar árásir voru skráðar á síðasta ári og voru 15% fleiri en árið áður en árásunum fjölgaði einnig á milli 2021 og 2022.

Stéttarfélag bréfbera, CWU, segir að á síðustu fimm árum hafi 1.000 bréfberar misst fingur eða hluta fingri þegar þeir voru bitnir af hundum.

Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum en þar voru 5.800 árásir hunda á bréfbera tilkynntar á síðasta ári. 500 fleiri en árið áður.

Það eru fleiri en bréfberar sem verða fyrir barðinu á hundum því í Englandi og Wales voru um 30.000 hundaárásir tilkynntar á síðasta ári. 5.000 fleiri en árið áður.

Í Bandaríkjunum hefur dauðsföllum af völdum hundaárása farið fjölgandi. 2019 létust 42 en 2022 létust 98.

The Guardian segir að helsta ástæðan fyrir þessari aukningu sé einfaldlega að fólk eigi fleiri hunda en áður. Margir fengu sér hunda á meðan á heimsfaraldri kórónuveirunnar stóð. Til dæmis eru 13,5 milljónir hundar á breskum heimilum í dag en 2020 voru þeir 9 milljónir.

Þegar nýju hundaeigendurnir sneru aftur til vinnu þegar heimsfaraldurinn fjaraði út, þurftu hundarnir að vera einir heima og því eru þeir ekki vanir og það getur brotist út með árásum á fólk.

Einnig getur það haft áhrif að innkaupavenjur fólks breyttust í heimsfaraldrinum. Miklu meiri verslun á sér nú stað á netinu og þar með eru miklu fleiri pakkar sem þarf að keyra út til fólks. Það getur því komið fyrir að bréfberar og sendlar knýi dyra hjá fólki oft á dag. Sumir hundar verða hræddir þegar bankað er á dyrnar og það gæti skýrt atferli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Í gær

Stakk unnustann til bana – Það sem hún gerði síðan skelfdi alla

Stakk unnustann til bana – Það sem hún gerði síðan skelfdi alla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur