fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Pressan

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Pressan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 07:30

Svona gæti þetta hafa litið út. Mynd:Thalia Nitz, RCU/University of Western Australia/University of Sydney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar fundu nýlega ævaforna steinhringi í Sádí-Arabíu. Talið er líklegt að þeir hafi verið verið heimili fólks fyrir 7.000 árum. Um „standandi steinhringi“ er að ræða.

Live Science segir að um 345 slíkir hringir hafi fundist með kortlagningu úr lofti þegar Harrat ´Uwayrid, sem er hraunþekja nærri borginni ALUla, var rannsökuð. Steinhringirnir eru frá 4 upp í 8 metrar að þvermáli og að minnsta kosti einn standandi steinn er í miðju hvers og eins. Skýrt er frá þessu í vísindaritinu levant.

Hringirnir eru um 7.000 ára gamlir og eru leifar steinveggja í þeim og að minnsta kosti einar dyr. Þök þeirra voru annað hvort úr steini eða lífrænum efnum að sögn vísindamannanna.

Við uppgröft á svæðinu fannst mikið af steinverkfærum úr basalti. Einnig fundust kinda-, geita- og kýrbein. Einnig fundust skeljar úr Rauðahafinu sem er í um 120 km fjarlægð. Þær benda til að þróað kerfi verslunar og viðskipta hafi verið við lýði á svæðinu.

Loftslagið var allt öðruvísi á þessu svæði fyrir 7.000 árum, mun meiri úrkoma var en landbúnaður var ekki hafinn á þessum tíma. Líklega safnaði fólk jurtum og hugsanlegt er að það hafi breytt landslaginu til að auka líkurnar á að finna þær jurtir sem það vildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveir Bretar drepnir í Malmö: Skiluðu sér ekki heim úr vinnuferð

Tveir Bretar drepnir í Malmö: Skiluðu sér ekki heim úr vinnuferð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum