fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Pressan

Telja að Neanderdalsmenn hafi í raun ekki dáið út

Pressan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 15:30

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega dóu Neanderdalsmenn ekki út sem tegund. Þetta kemur væntanlega mörgum á óvart því fram að þessu höfum við lært að þeir hafi orðið undir í baráttunni við okkur nútímamennina og náttúruna og dáið út.

Live Science segir að niðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að Neanderdalsmenn hafi í raun blandast okkur nútímamönnum og þannig runnið saman við tegundina okkar. Höfundar rannsóknarinnar byggja þetta á því að þeir hafa komist að því að DNA úr nútímamönnum var 2,5% til 3,7% af erfðamengi Neanderdalsmanna.

Fernando Villanea, erfðafræðingur við University of Colorado Boulder, kom ekki að gerð rannsóknarinnar en hann telur að hún varpi ljósi á að það sem við höfum talið vera sérstaka ætt Neanderdalsmanna hafi í raun verið meira tengd forfeðrum okkar. „Bæði nútímamenn og Neanderdalsmenn áttu sér langa sögu blöndunar,“ sagði hann.

Neanderdalsmenn voru sú manntegund sem var einna skyldust okkur nútímamönnunum. Leiðir tegundanna skildu fyrir um 500.000 árum en þá þróuðust þær út frá sömu tegundinni.

Fyrir rúmum áratug komust vísindamenn að því að Neanderdalsmenn og nútímamenn, sem héldu frá Afríku til Evrópu, hefðu eignast afkvæmi saman. Erfðamengi nútímamanna, utan Afríku, inniheldur DNA úr Neanderdalsmönnum og er það 1% til 2% af erfðamenginu.

En vísindamenn vita lítið um hvort DNA úr nútímamönnum hafi komist inn í erfðamengi Neanderdalsmanna. Aðalástæðan fyrir því er að það eru aðeins þrjú þekkt gæða sýni til af heildarerfðamengi Neanderdalsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Coca-Cola með nýtt og ótrúlegt bragð – Oreo-Cola

Coca-Cola með nýtt og ótrúlegt bragð – Oreo-Cola
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt aukaverkun af notkun Wegovy og Ozempic – Aukin kynhvöt

Óvænt aukaverkun af notkun Wegovy og Ozempic – Aukin kynhvöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk