fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Pressan

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Pressan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 21:30

Woody Hoburg, geimfari NASA, í geimgöngu á síðasta ári. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt verk fyrir geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni að fara út fyrir stöðina, í geimgöngu. Það er hættulegt og ekki nóg með það, þeir þurfa að hafa í huga að náttúran getur kallað á óþægilegustu augnablikunum og krafist þess að geimfarar pissi.

Nú hafa vísindamenn fundið nýja leið til að taka við þvagi geimfaranna og breyta því í drykkjarhæft vatn á nokkrum mínútum. Live Science skýrir frá þessu.

Fram að þessu hafa geimfararnir létt á sér í einnota bleiur sem eru innan í geimbúningunum. Þessar bleiur draga þvagið í sig og gera geimförum þannig kleift að létta á sér þegar náttúran kallar.

Þessa bleiur voru hannaðar snemma á níunda áratugnum og því kannski kominn tími á nýja aðferð. Ekki síst í ljósi þess að geimganga getur tekið allt að átta klukkustundir. Svo langar geimgöngur, þar sem þvagi er safnað í bleiur getur valdið því að húð þeirra fer illa út úr að vera í návígi við þvagið og þetta getur einnig valdið sýkingum.

Bleiurnar breyta þvaginu ekki í drykkjarhæft vatn og því þurfa geimfararnir að láta sér nægja 0,95 lítra af vatni í hverri geimgöngu, meira geta þeir ekki haft með sér.

En nú telja vísindamenn sig hafa fundið lausn á þessu vandamáli. Nýtt, létt kerfi sem safnar þvaginu og getur hreinsað hálfan lítra af því og gert að drykkjarvatni á aðeins fimm mínútum.

Kerfið er enn á tilraunastigi en ef það kemst í gegnum það stig þá getur það leyst þvagláts- og drykkjarvatnsvanda geimfara í geimgöngum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu