fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Pressan

„Augasteina“ plánetan gæti verið byggileg

Pressan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 18:30

Svona gæti hún litið út. Mynd:BENOIT GOUGEON, UNIVERSITÉ DE MONTRÉAL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 50 ljósára fjarlægð frá jörðinni er plánetan LHS 1140 b. Hún gæti verið fullkominn kandídat þegar kemur að því að finna plánetu með fljótandi vatn.

Live Science skýrir frá þessu og segir að með aðstoð James Webb geimsjónaukans hafi vísindamenn fundið þessa fjarlægu plánetu fyrir nokkrum árum. Hún líkist „auga“ því þar er haf, sem líkist augasteini“ sem er umlukið ís. Plánetan gæti því verið góður kandídat þegar kemur að því að finna fjarplánetur þar sem líf getur þrifist.

Plánetan fannst 2017. Í upphafi var talið að hún væri einhverskonar „míní-Neptúnus“ og að þar væri blanda af vatni, metani og ammoníaki.

Nýjasta rannsóknin á plánetunni, sem verður birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal Letters, bendir til að meiri ís sé á plánetunni og að þar sé meiri væta en talið var. Þetta þýðir að þar gæti líf þrifist.

Charles Cadieux, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að LHS 1140 b sé hugsanlega besti kandídatinn þegar kemur að því að staðfesta að fljótandi vatn sé á plánetu utan sólkerfisins okkar. Hann segir að ef það gerist, þá verði það risastórt skref í leitinni að lífvænlegum fjarplánetum.

Þvermál plánetunnar er um 1,73 sinnum þvermál jarðarinnar og massi hennar er 5,6 sinnum massi jarðarinnar. Hún er á læstri braut um stjörnuna sína sem þýðir að hún snýst á sama hraða og stjarnan og er í 4.000 km fjarlægð frá henni. Þar sem braut hennar er svona nálægt stjörnunni þá er eitt ár aðeins 25 dagar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg ávöxtun norska olíusjóðsins

Ótrúleg ávöxtun norska olíusjóðsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump