fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Pressan

Stúlka lést eftir að hafa drukkið heitt súkkulaði með mjólk

Pressan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 06:30

Hannah Jacobs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannah Jacobs, 13 ára, lést eftir að hafa drukkið heitt súkkulaði með mjólk út í. Hún keypti drykkinn á kaffi húsi Costa Coffee í Lundúnum og hélt að sojamjólk væri notuð í hann en hún var með ofnæmi fyrir mjólkurvörum, fiski og eggjum og hafði verið alla ævi.

Metro hefur þetta eftir móður hennar. Fram kemur að Hannah hafi fengið sér sopa af drykknum þegar hún var komin í biðstofu tannlæknis þar sem hún átti tíma. Þá uppgötvaði hún að kúamjólk var í drykknum.

Móðir hennar hafði sagt þeim sem afgreiddi þær að Hannah væri með mjólkuróþol að sögn lögmannsstofunnar Leigh Day sem fer með málið fyrir hönd móður hennar.

Fjölskyldan fór strax með Hannah í apótek og fékk EpiPen sem var sprautað í Hannah en það var um seinan. Hannah lést skömmu síðar af völdum ofnæmisviðbragða.

Þetta gerðist í febrúar á síðasta ári en málið er nú til meðferðar hjá dánardómsstjóra í Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk
Pressan
Í gær

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Uppáhald“ Trump rekin úr starfi – Braut mikilvægt ákvæði

„Uppáhald“ Trump rekin úr starfi – Braut mikilvægt ákvæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku