fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Fokvondur frúnni og hótaði að keyra með börnin fram af kletti – „Ég fer til helvítis til að bíða eftir þér“

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 4.30 sunnudagsmorguninn 13. júní 2020 hringdi kona til sýslumannsembættisins í San Diego og fullyrti að eiginmaður sinn, Robert Brians, hefði numið tveggja ára gamlar tvíburadætur þeirra á brott og hótað að keyra fram af kletti með börnin.

Um 20 mínútum seinna bar lögreglumaðurinn Jonathan Wiese kennsl á bíl föðurins. Ekki varð af eftirför lögreglu, en stuttu síðar keyrði Brians bílinn fram af kletti út í sjó. Honum og börnum hans, tveggja ára tvíburum, var bjargað með hetjulegu afreki lögreglumannsins eins og fjölmiðlar greindu frá á sínum tíma. 

Annað barnið hlaut alvarlega áverka, meðal annars á heila hennar.

Robert Brians, sem í dag er 51 árs, játaði sig nýlega sekan í nokkrum ákæruliðum vegna málsins, þar á meðal tilraun til morðs og mannrán. Hann á yfir höfði sér þriggja áratuga fangelsi.

Wiese sagði í viðtali á sínum tíma að hann hefði sjálfur átt eiginkonu og tveggja ára barn heima, því hikaði hann ekki við björgunaraðgerðir og var búinn að binda reipi um mittið á sér til að síga fram af klettinum þegar fleiri lögreglumenn komu á staðinn og aðstoðuðu Wiese við sig niður að bílnum.

„Ég gat séð föðurinn og hann hélt á börnunum og var að reyna að halda þeim upp úr vatninu, en þau voru öll að fara í kaf. Annað barnið grét, hitt sýndi ekki mikil lífsmerki.“

GoFundMe söfnun var sett af stað fyrir börnin stuttu eftir atvikið og kom fram í henni að börnin væru á góðum batavegi.

Meðan á rannsókninni stóð komust yfirvöld að því að eftir að Brians rændi börnum sínum sendi hann textaskilaboð til eiginkonu sinnar sem sýndu fyrirætlun hans um að keyra fram af kletti með börnin. „Stelpurnar eru að fara til himnaríkis og ég er að fara til helvítis til að bíða eftir þér,“ skrifaði hann.  Hann skrifaði einnig færslu á Facebook nokkrum mínútum áður en hann ók fram af bjargbrúninni: „Í kvöld sendi ég börnin mín til himna.“

Eftir handtöku hans lýsti Brians yfir sakleysi sínu. Síðastliðinn föstudag játaði hann sekt sína vegna ákæra um tilraun til morðs, mannrán, innbrot, barnaníð og heimilisofbeldi gegn því að fá vægari dóm og að aðrar ákærur yrðu felldar niður. Dómur mun verða kveðinn upp í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveir Bretar drepnir í Malmö: Skiluðu sér ekki heim úr vinnuferð

Tveir Bretar drepnir í Malmö: Skiluðu sér ekki heim úr vinnuferð
Pressan
Í gær

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns