fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt sem þú munt læra um dómsalinn minn er að ég er ekki dót og læt ekki leika á mig,“ sagði dómarinn Kenneth King í Detroit við nemendur í ósköp hversdagslegri vettvangsferð sem þó endaði með að einn nemandi var hnepptur í járn.

Unglingar hafa skiptar skoðanir á vettvangsferðum. Þessi tiltekna ferð var á vegum umhverfissamtakanna The Greening of Detroit. Dómarinn tók því óvenju persónulega þegar ein stúlka í nemendahópnum átti erfitt með að halda augunum opnum.

„Ef þó sofnar einu sinni enn í dómsalnum mínum þá læt ég færa þig í hald, skilur þú það,“ sagði dómarinn var áberandi pirraður á upptöku frá atvikinu.

Stúlkan, sem er 16 ára, lét sér þó ekki segjast og hélt áfram að dotta. Þá lét dómarinn handjárna stúlkuna og lét hana klæðast fangabúning.

„Það voru stælarnir í henni og framkoma sem fóru í mig,“ sagði dómari við fjölmiðla. „Ég vildi ná til hennar, sýna henni hversu alvarlegt málið var og hvernig fólki ber að haga sér í dómshúsi.“

Hann hótaði stúlkunni svo að senda hana í unglingafangelsi, áður en hann sleppti henni.

„Ég geri það sem þarf til að ná til þessara krakka til að tryggja að þau endi ekki sem sakborningar fyrir framan mig í framtíðinni.“

The Greening of Detroit hafa gefið yfirlýsingu í málinu þar sem segir að stúlkan sé í miklu áfalli. Vissulega sé ákveðið gildi í því að kenna krökkum að bera virðingu fyrir yfirvaldinu en þessi aðferð hafi farið út fyrir skynsemismörk.

„Hann hefði frekar átt að biðja hópinn að yfirgefa dómsalinn ef þau voru með stæla.“

Dómstjóri hefur gefið yfirlýsingu þar sem segir að framkoma King endurspegli ekki viðhorf allra í dómshúsinu. Málið sé til rannsóknar og verður tekið á því innanhúss.

King stendur þó við framkomu sína og segist hafa sett sig í samband við fjölskyldu stúlkunnar og boðist til að gerast leiðbeinandi stúlkunnar.

Frétt CNN

Frétt AP News

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju fáum við hlaupasting?

Af hverju fáum við hlaupasting?