fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Tveir Bretar drepnir í Malmö: Skiluðu sér ekki heim úr vinnuferð

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknaraembættið í Malmö hefur staðfest að líkamsleifar tveggja manna sem fundust í bifreið á iðnaðarsvæði borgarinnar þann 14. júlí síðastliðinn tilheyri breskum ríkisborgurum, Juan Cifuentes og Farooq Abdulrazak.

Juan og Farooq fundust í Toyota Rav 4-bifreið sem brunnið hafði til kaldra kola og leiddi rannsókn í ljós að þeir höfðu verið skotnir áður en kveikt var í ökutækinu.

Juan og Farooq ráku saman ferðaþjónustufyrirtækið Empire Holidays og störfuðu í Lundúnum.

Það voru áhyggjufullir aðstandendur þeirra sem höfðu samband við lögreglu eftir að þeir skiluðu sér ekki heim til Bretlands úr vinnuferð til Norðurlandanna á tilsettum tíma.

Höfðu þeir flogið til Kaupmannahafnar þar sem þeir tóku fyrrnefnda bifreið á leigu áður en þeir óku til Malmö. Lögreglan í Malmö hefur verið með málið til rannsóknar en enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn.

Töluvert hefur verið fjallað um tíða ofbeldisglæpi og skotárásir í Malmö sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Ekki leikur grunur á að Juan og Farooq hafi verið viðriðnir eitthvað misjafnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær byrjaði fólk að ganga í skóm?

Hvenær byrjaði fólk að ganga í skóm?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja