fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nýja-Sjálandi gerir nú allt sem hún getur til að koma í veg fyrir að fólk neyti brjóstsykurs sem inniheldur „hugsanlega banvænt magn“ af metamfetamíni. Það voru góðgerðasamtök í Nýja-Sjálandi sem dreifðu brjóstsykrinum sem var í matarpakka fyrir fátækar fjölskyldur.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að allt að 400 manns gætu hafa fengið brjóstsykurinn. Upp komst um málið þegar einstaklingar sem höfðu fengið pakkann og smakkað brjóstsykurinn kvörtuðu undan skrýtnu bragði og einkennilegri líðan eftir að hafa borðað hann.

Helen Robinson, framkvæmdastjóri samtakanna sem heita Auckland City Mission, segir við BBC að nokkrir starfsmenn hafi smakkað brjóstsykurinn og tekið undir að hann bragðaðist einkennilega. Ekki minnkaði grunurinn þegar fólkinu fór að líða einkennilega stuttu síðar.

Helen segir að brjóstsykurinn hafi borist samtökunum frá óþekktum aðila og þau hafi ekki haft minnstu grunsemdir um að hann innihéldi fíkniefni. Lögregla segir að málið sé til rannsóknar og enn sem komið er hafi enginn verið handtekinn vegna málsins.

Þrír hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna málsins, þar á meðal er eitt barn, en enginn virðist hafa veikst alvarlega. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stakir molar innihéldu mjög mikið magn metamfetamíns, eða allt að þrjú grömm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja
Pressan
Fyrir 4 dögum

4.000 ára gömul steinlistaverk gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi

4.000 ára gömul steinlistaverk gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi