fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðingurinn Steven van de Velde, sem keppti í strandblaki fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum brotnaði saman á þriðjudaginn þegar hann ræddi um reynslu sína af leikunum.

Hann greindi frá því að í hvert sinn sem hann keppti þá bauluðu áhorfendur á hann, en þátttaka hans var verulega umdeild þar sem van de Velde hefur verið dæmdur fyrir barnaníð og er skráður á lista yfir skráða kynferðisbrotamenn í Bretlandi.

Brotið átti sér stað árið 2014 þegar van de Velde var 19 ára gamall. Þá ferðaðist hann til Bretlands þar sem hann hafði mælt sér mót við 12 ára stúlku sem hann kynntist í gegnum Facebook. Hollendingurinn vissi vel að stúlkan var ólögráða. Árið 2016 játaði hann að hafa brotið gegn stúlkunni og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat af sér 12 mánuði í Bretlandi áður en hann var fluttur aftur til Hollands þar sem honum var sleppt úr haldi mánuði síðar.

Hollenskir miðlar segja að íþróttamaðurinn hafi grátið þegar hann ræddi við blaðamenn um reynslu sína af Ólympíuleikunum í París. Hann viðurkenndi að hafa verið tvístígandi með þátttöku sína.

Hann brotnaði svo alveg saman þegar hann talaði um það sem honum þótti verst við þetta allt saman, þegar breskir miðlar birtu mynd af eiginkonu hans.

„Þá brotnaði ég niður. Ég gerði nokkuð vont fyrir 10 árum síðan, ég þarf að sætta mig við það. En að særa fólkið í kringum mig – hvort sem það eru liðsfélagar, eiginkona mín eða barn mitt – það er of langt gengið að mínu mati. Þá hugsaði ég klárlega: er þetta þess virði?“

Formaður hollenska blaksambandsins, Michel Everaert, sagði á þriðjudag að þau hróp og köll sem áhorfendur gerðu að van de Velde á leikunum hafi verið skipulögð af breskum fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja
Pressan
Fyrir 4 dögum

4.000 ára gömul steinlistaverk gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi

4.000 ára gömul steinlistaverk gætu verið frá áður óþekktu menningarsamfélagi