BBC skýrir frá þessu og hefur þetta eftir talsmanni slökkviliðsins í Chicago.
Konan var ekki starfsmaður flugvallarins en ekki hefur verið skýrt nánar frá hver hún var.
Það var klukkan 7.30 að tilkynning barst um meðvitundarlausa konu sem væri föst í farangursfæribandi í Terminal 5 en þar fer innanlandsflug um.
Á upptökum eftirlitsmyndavéla sést konan fara inn á svæðið um fimm klukkustundum áður en hún fannst meðvitundarlaus.
BBC segir að þótt farþegar hafi ekki aðgang að svæðinu, þá sé það ekki skilgreint sem háöryggissvæði og því sé ekki mönnuð vakt þar.