fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Pressan

Fundu 65 cm langan ál og sítrónu í endaþarmi manns – Þurfti að gangast undir lífsbjargandi aðgerð

Pressan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 04:15

Þessu tróð hann upp í endaþarminn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að 31 árs indverskur karlmaður, sem býr í Víetnam, sé heppinn að vera á lífi eftir að hafa troðið lifandi ál upp í endaþarminn á sér. Ekki nóg með það, því hann tróð einnig sítrónu upp í endaþarminn.

Daily Star skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi verið lagður inn á sjúkrahús í Hanoi í Víetnam vegna mikilla kviðverkja.

Röntgenmyndir voru teknar af honum og sáu læknar þá 65 cm langan ál sem maðurinn hafði troðið upp í endaþarminn fyrr um daginn.

Állinn lá þvert yfir kviðinn og það sem olli mestu verkjunum að mati lækna var að hann var að reyna að éta sig út úr kviðnum og hafði bitið í líffæri.

Þegar læknar hófust handa við að reyna að ná álnum út með því að draga hann út um endaþarminn, gerðu þeir aðra undarlega uppgötvun. Þar fundu þeir sítrónu sem maðurinn hafði troðið upp í endaþarminn.

Það var því ekki annað til ráða en að skera manninn upp til að fjarlægja álinn. Sítrónan skilaði sér síðan út um endaþarminn þegar læknar ýttu á hana ofan frá.  Einnig þurfti að sauma saman göt á innyflum mannsins.

Maðurinn þarf nú að nota ristilpoka og segja læknar hann heppinn að vera á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskips með 1400 tonn af sprengiefnum innanborðs

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskips með 1400 tonn af sprengiefnum innanborðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lifrarbólga, lús, kláðamaur og niðurgangur herjar á íbúa Gaza

Lifrarbólga, lús, kláðamaur og niðurgangur herjar á íbúa Gaza
Pressan
Fyrir 6 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda