fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Pressan

Barnamorðinginn í Southport nafngreindur og myndbirtur

Pressan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingurinn sem stakk þrjár stúlkur til bana og særði átta önnur börn í hræðilegri hnífaárás á dansnámskeiði fyrir börn í Southport á Englandi fyrir skömmu hefur nú verið nafngreindur og myndbirtur í breskum fjölmiðlum. Pilturinn heitir Axel Rudakubana og verður 18 ára í næstu viku. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð og líkamsárásir. Dómari ákvað að birta nafn hans til að koma í veg fyrir að rangar upplýsingar um geranda í málinu færu í dreifingu. Metro og fleiri fjölmiðlar greina frá þessu.

Fimm börn eru enn á sjúkrahúsi vegna árásarinnar en þær Alice Dasilva Aguiar 9 ára, Bebe King 6 ára og Elsie Dot Stamcombe 7 ára létust af sárum sínum. Námskeiðið sem börnin sóttu snerist um dansa við tónlist Taylor Swift, en söngkonan fræga hefur lýst yfir mikilli hryggð yfir atburðinum.

Axel er fæddur í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Hann er sagður vera einrænn og hæglátur piltur. Hann á bakgrunn í tónlist og söngleikjum eða því sem kallað er „musical theatre“ í bresku fréttamiðlunum.

Nágrannar Axels og fjölskyldu hans segja að aldrei hafi stafað nein vandræði af honum í hverfinu. „Ég trúi því ekki að þetta hafi gerst,“ segir einn nágranni fjölskyldunnar. Talið er að foreldrar Axels fari núna huldu höfði.

Axel hefur þegar komið fyrir dómara en mál hans verður næst tekið fyrir hjá dómstóli í Liverpool þann 25. október. Fram að réttarhöldum verður Axel í gæsluvarðhaldi í unglingafangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést af völdum „blæðandi augnsjúkdóms“ eftir að mítill beit hann

Lést af völdum „blæðandi augnsjúkdóms“ eftir að mítill beit hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist vita af hverju karlar halda framhjá konum sínum – „Ég er lögð yfir eldhúsborðið þegar hún er ekki heima“

Segist vita af hverju karlar halda framhjá konum sínum – „Ég er lögð yfir eldhúsborðið þegar hún er ekki heima“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að rífa hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum

Á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að rífa hausinn af máv sem stal frönskum kartöflum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands

Efasemdir farnar að láta á sér kræla um sekt eins alræmdasta fjöldamorðingja Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti